Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
   þri 13. september 2022 13:00
Elvar Geir Magnússon
Laporte mættur aftur til æfinga
Mynd: EPA
Aymeric Laporte, varnarmaður Manchester City, er mættur aftur til æfinga hjá liðinu eftir að hafa jafnað sig eftir aðgerð á hné.

Pep Guardiola, stjóri City, sagði á fréttamannafundi í dag að hann yrði klár í slaginn aftur eftir landsleikjagluggann. Hann hann var með á opinni æfingu sem fram fór í morgun.

Manchester City mætir Borussia Dortmund í Meistaradeildinni á morgun en sá leikur kemur of snemma fyrir Laporte.

Kyle Walker var ekki með á æfingunni en allra augu beinast að Erling Haaland sem mætir sínum fyrrum félögum.

Fréttin hefur verið uppfærð.
Athugasemdir
banner
banner
banner