Andros Townsend er loksins laus úr óvissunni en hann er formlega orðinn leikmaður tyrkneska liðsins Antalyaspor.
Þessi 33 ára leikmaður yfirgaf Luton í sumar og skrifaði undir hjá Antalyaspor sem gat hinsvegar ekki skráð hann þar sem félagið var í félagaskiptabanni.
Því banni hefur verið aflétt og því loksins ljóst að Townsend er orðinn leikmaður félagsins.
Þessi 33 ára leikmaður yfirgaf Luton í sumar og skrifaði undir hjá Antalyaspor sem gat hinsvegar ekki skráð hann þar sem félagið var í félagaskiptabanni.
Því banni hefur verið aflétt og því loksins ljóst að Townsend er orðinn leikmaður félagsins.
„Ég er fastur í Antalyaspor og er bara að æfa. Ég veit ekki hvaða félag á mig. Þeir eru í dómsmáli við einn leikmann og geta þess vegna ekki skráð nýja leikmenn. En í hvert sinn sem ég spyr, þá segja þeir mér 'þú ert búinn að skrifa undir, þú ert okkar leikmaður'," sagði Townsend í viðtali í ágúst.
Athugasemdir