Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   fim 13. október 2022 11:15
Elvar Geir Magnússon
Sammi: Hélt að Davíð yrði hjá Kórdrengjum að eilífu
Lengjudeildin
Samúel Samúelsson.
Samúel Samúelsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Smári Lamude var í morgun kynntur sem nýr þjálfari Vestra í Lengjudeildinni.

Samúel Samúelsson stjórnarmaður hjá Vestra segist lítast gríðarlega vel á þessa ráðningu og að miklar vonir séu bundnar við Davíð sem gerði frábæra hluti með Kórdrengi. Davíð mun flytja á Ísafjörð.

„Davíð Smári er karakter sem ég fíla alveg gríðarlega vel, hann er ótrúlega metnaðarfullur. Einkenni liða hans eru þvílíkur dugnaður, liðin hans eru vel skipulögð og ég veit að hann vill spila góðan fótbolta. Hann er ótrúlega metnaðargjarn. Mér leist vel á hann og eftir að hafa spjallað við hann lýst mér enn betur á hann," segir Samúel.

„Það er þvílíkt fagnaðarefni að hann verði búsettur á Ísafirði. Þetta er klárlega skref fram á við fyrir okkur. Það spilar stóra rullu í þessari ráðningu."

Ræddi Samúel við marga þjálfara í þessari þjálfaraleit eftir að Gunnar Heiðar Þorvaldsson hætti?

„Nei, við spjölluðum lauslega við tvo þjálfara fyrir utan Davíð. Eftir að hafa rætt við Davíð fannst okkur hann smella. Í hreinskilni þá gerði ég aldrei ráð fyrir því að Davíð yrði á lausu, ef ég á að segja alveg eins og er þá hélt ég að hann yrði hjá Kórdrengjum að eilífu."

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan. Þar ræðir Samúel meðal annars um liðið tímabil, Gunnar Heiðar, leikmannahópinn og nýtt fyrirkomulag Lengjudeildarinnar á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner