Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
   fim 13. október 2022 11:15
Elvar Geir Magnússon
Sammi: Hélt að Davíð yrði hjá Kórdrengjum að eilífu
Lengjudeildin
Samúel Samúelsson.
Samúel Samúelsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Smári Lamude var í morgun kynntur sem nýr þjálfari Vestra í Lengjudeildinni.

Samúel Samúelsson stjórnarmaður hjá Vestra segist lítast gríðarlega vel á þessa ráðningu og að miklar vonir séu bundnar við Davíð sem gerði frábæra hluti með Kórdrengi. Davíð mun flytja á Ísafjörð.

„Davíð Smári er karakter sem ég fíla alveg gríðarlega vel, hann er ótrúlega metnaðarfullur. Einkenni liða hans eru þvílíkur dugnaður, liðin hans eru vel skipulögð og ég veit að hann vill spila góðan fótbolta. Hann er ótrúlega metnaðargjarn. Mér leist vel á hann og eftir að hafa spjallað við hann lýst mér enn betur á hann," segir Samúel.

„Það er þvílíkt fagnaðarefni að hann verði búsettur á Ísafirði. Þetta er klárlega skref fram á við fyrir okkur. Það spilar stóra rullu í þessari ráðningu."

Ræddi Samúel við marga þjálfara í þessari þjálfaraleit eftir að Gunnar Heiðar Þorvaldsson hætti?

„Nei, við spjölluðum lauslega við tvo þjálfara fyrir utan Davíð. Eftir að hafa rætt við Davíð fannst okkur hann smella. Í hreinskilni þá gerði ég aldrei ráð fyrir því að Davíð yrði á lausu, ef ég á að segja alveg eins og er þá hélt ég að hann yrði hjá Kórdrengjum að eilífu."

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan. Þar ræðir Samúel meðal annars um liðið tímabil, Gunnar Heiðar, leikmannahópinn og nýtt fyrirkomulag Lengjudeildarinnar á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner