Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   fim 13. október 2022 11:15
Elvar Geir Magnússon
Sammi: Hélt að Davíð yrði hjá Kórdrengjum að eilífu
Lengjudeildin
Samúel Samúelsson.
Samúel Samúelsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Smári Lamude var í morgun kynntur sem nýr þjálfari Vestra í Lengjudeildinni.

Samúel Samúelsson stjórnarmaður hjá Vestra segist lítast gríðarlega vel á þessa ráðningu og að miklar vonir séu bundnar við Davíð sem gerði frábæra hluti með Kórdrengi. Davíð mun flytja á Ísafjörð.

„Davíð Smári er karakter sem ég fíla alveg gríðarlega vel, hann er ótrúlega metnaðarfullur. Einkenni liða hans eru þvílíkur dugnaður, liðin hans eru vel skipulögð og ég veit að hann vill spila góðan fótbolta. Hann er ótrúlega metnaðargjarn. Mér leist vel á hann og eftir að hafa spjallað við hann lýst mér enn betur á hann," segir Samúel.

„Það er þvílíkt fagnaðarefni að hann verði búsettur á Ísafirði. Þetta er klárlega skref fram á við fyrir okkur. Það spilar stóra rullu í þessari ráðningu."

Ræddi Samúel við marga þjálfara í þessari þjálfaraleit eftir að Gunnar Heiðar Þorvaldsson hætti?

„Nei, við spjölluðum lauslega við tvo þjálfara fyrir utan Davíð. Eftir að hafa rætt við Davíð fannst okkur hann smella. Í hreinskilni þá gerði ég aldrei ráð fyrir því að Davíð yrði á lausu, ef ég á að segja alveg eins og er þá hélt ég að hann yrði hjá Kórdrengjum að eilífu."

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan. Þar ræðir Samúel meðal annars um liðið tímabil, Gunnar Heiðar, leikmannahópinn og nýtt fyrirkomulag Lengjudeildarinnar á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner