Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
banner
   fös 13. október 2023 22:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gylfi tók vel eftir látunum: Hef aldrei fengið svona móttökur
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Gylfi Þór Sigurðsson lék í kvöld sinn fyrsta landsleik í tæp þrjú ár. Hann kom inn á í seinni hálfleik gegn Lúxemborg í undankeppni EM. Gylfi ræddi við Fótbolta.net og mbl eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  1 Lúxemborg

„Mér fannst við byrja leikinn vel, spiluðum fínt fyrstu 30 mínúturnar, sköpuðum fullt af færum, skoruðum fyrsta markið. Markið þeirra í byrjun seinni hálfleiks brýtur upp allt, breytist leikurinn og við vorum á móti vindi í seinni hálfleik. Það var frábært að koma inn á, en gríðarlega svekkjandi úrslit," sagði Gylfi.

„Við erum með mjög flinka unga stráka sem eru góðir tæknilega, að spila vel og eru að ná vel saman fram á við. Sem lið þurfum við að verjast betur. Við megum ekki fá á okkur mörk á fyrstu fimm mínútum í seinni hálfleik; þurfum að vera mættir til leiks frá byrjun. Við eigum, miðað við yfirburðina, að klára leikinn á fyrstu 30-40 mínútunum."

Kallað var eftir því að Gylfi kæmi inn á, stuðningsmenn létu vel í sér heyra og voru mikil læti þegar Gylfi hljóp að bekknum um miðbik seinni hálfleiks. Gylfi heyrði vel í látunum.

„Já, það var erfitt að missa af því, líka í upphituninni og þegar ég var kominn inn á. Ég hef aldrei fengið svona móttökur hérna, þetta voru extra geggjaðar móttökur."

„Nei nei, mikil einbeiting á leikinn, reyna búa til eitthvað og skora sigurmarkið - við vorum að eltast við það. En móttökurnar voru yndislegar."


Gylfi tók aukaspyrnu á ákjósanlegum stað. Spyrnan fór í varnarvegginn. „Mér fannst ég hitt'ann ágætlega, gæti verið að út af mótvindinum að boltinn hefði snúist út fyrir markið. Ég hefði getað reynt að setja boltann aðeins ofar."

Hefur endurkoman í landsliðið tekið skemmri tíma en Gylfi bjóst við?

„Já, ég held það. Ef ég tel fullar æfingar með Lyngby þá eru þetta kannski 10-14 æfingar. Þetta er að gerast mjög hratt. Ég veit að það er langt í land og örugglega nokkrir mánuðir þangað til ég er kominn í toppstand."

„Ég segi alltaf 90 mínútur en veit ekki hvort að Freyr (Alexandersson þjálfari Lyngby) yrði sáttur með það. Ég veit ekki hvað Åge er að spá í með næsta leik. Það er kannski betra að byrja leik og fara síðan út af eftir 40 mínútur heldur en að koma inn á í svona kulda. Maður fær þannig almennilega upphitun og er klár frá fyrstu mínútu,"
sagði Gylfi.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner