Cristiano Ronaldo, Mohamed Salah, William Saliba, Ten Hag, Lisandro Martinez, Victor Osimhen og fleiri koma við sögu í slúðurpakka dagsins.
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
   mið 13. nóvember 2024 09:30
Hafliði Breiðfjörð
Spáni
Davíð Snorri: Hægt að grenja úti í horni en við hjálpumst að og leysum vandamálin
Icelandair
Davíð Snorri Jónasson aðstoðarþjálfari Íslands.
Davíð Snorri Jónasson aðstoðarþjálfari Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daníel Leó fór úr axlarlið.
Daníel Leó fór úr axlarlið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hlynur Freyr var kallaður í hópinn en var tæklaður illa daginn eftir í lokaleik í Svíþjóð.
Hlynur Freyr var kallaður í hópinn en var tæklaður illa daginn eftir í lokaleik í Svíþjóð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Farið yfir málin með Age Hareide landsliðsþjálfara og Sölva Geir Ottesen sem þjálfar föst leikatriði.
Farið yfir málin með Age Hareide landsliðsþjálfara og Sölva Geir Ottesen sem þjálfar föst leikatriði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er mjög gott að komast í sólina, gott hótel, frábært gras og veðrið er gott. Það eru geggjaðar aðstæður til að æfa og undirbúa sig. Það fer vel um okkur hérna og þess vegna komum við aftur," sagði Davíð Snorri Jónasson aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins við Fótbolta.net í gær.

Íslenska liðið kom saman í byrjun vikunnar á La Finca hótelinu nærri Alicante þar sem allar aðstæður eru frábærar og meðal annars góðir fótboltavellir til að æfa á.

Liðið mætir Svartfjallalandi og Wales í Þjóðadeildinni á laugardag og þriðjudag og að sögn Davíðs er hópurinn í góðu standi.

„Staðan er fín, það er eins og það er alltaf í þessum landsliðsgluggum að fyrstu dagarnir fara í að koma mönnum svolítið af stað. Sem þjálfari vill maður alltaf gera mjög mikið en þarf að vera skynsamur og koma mönnum í gang. Á mánudaginn og í dag var æft vel en það er mismunandi stand á mönnnum. Sumir spiluðu á laugardaginn og aðrir sunnudaginn en á morgun verða allir klárir," sagði hann.

„Við erum búnir að nýta dagana vel, á mánudaginn vorum við að hrista ferðalagið úr mönnum og á þriðjudaginn tvískiptum við hópnum og æfðum vörn og sókn. Þetta hefur gengið og við eigum von á að allir séru klárir í miðvikudagsæfinguna."

Eru þá bara allir í standi?
Já!

Verða gamlir menn eins og Aron Einar tilbúnir í allt?
„100%, þeir eru 100% klárir og hungraðir í að spila."

Það hafa verið margar breytingar á liðinu hefur verið erfitt að púsla þessu?
„Nei, þegar maður velur landsliðið er einhver hugmynd að liði en svo er plan B og jafnvel plan C í stöðum því þetta gerist stundum. Menn eru að spila á sunnudegi og eiga að koma á mánudegi, það er því yfirleitt búið að drafta upp hvað við ætlum að gera ef eitthvað gerist. Það gekk vel að púsla þessu saman og mér finnst breiddin vera að aukast í þessu og það hjálpaði okkur núna."

Þó ekki varnarlega, Daníel Leó forfallaðist, hvað gerðist hjá honum?
„Hann fór úr axlarlið. Hann hefur fyrr á sínum ferli glímt við svipuð meiðsli en það kemur bara maður í manns stað."

Þá var Hlynur Freyr Karlsson kallaður inn og lendir í þessari ljótu tæklingu og dettur strax út?
„Já Hlynur lenti í ljótri tæklingu og var stokkbólginn á ökkla. Hann gat því ekki komið til okkar. Þá kölluðum við Rúnar (Þór Sigurgeirsson) inn. Hann hefur verið að spila vel með Willum II og það verður gott að hafa hann með okkur."

Við höfum verið að reyna að púsla þessu saman og reyna að átta okkur á hverjir gætu verið miðverðir í hópnum. Hvernig sérð þú það fyrir þér?
„Við erum með Sverri (Inga Ingson) og Gulla (Guðlaug Victor Pálsson) og Aron Einar getur leyst miðvörð. Svo geta miðjumennirnir okkar líka farið til baka og bakverðirnir jafnvel farið inn. Við erum með miðverði í hópnum og verðum í flottum málum þegar leikirnir byrja."

Þú talar um að færa miðjumenn eða bakverði i miðvörð, hvað finnst þér um þessa stöðu að eiga ekki nógu marga miðverði á Íslandi?
„Fyrir mér snýst þetta ekki um að eiga 100 miðverði. Ég vil bara eiga góða leikmenn og ég tel okkur hafa það. Ef við ættum ekki góða leikmenn þá hefði ég áhyggjur. Mér finnst leikmennirnir sem við höfum vera góðir á sinn hátt og geta spilað vel fyrir okkur. Það þýðir ekki að dvelja við það að einhver meiðist. Það kemur bara maður í manns stað og það verður að púsla því. Hugarfarið í þessu liði er þannig að ef það þarf að leysa einhver vandamál þá leysum við þau. Það er hægt að grenja úti í horni en það er líka hægt að leysa það. Þannig hugsum við og reynum að hjálpast að alla vikuna að undirbúa menn svo við séum klárir þegar við förum inn á völlinn."

Nánar er rætt við Davíð Snorra í spilaranum að ofan en þar ræðir hann um hvað þarf að gera til að fjölga miðvörðum sem koma upp hjá Íslandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner