Rashford gerir allt til að komast til Barcelona - Lecce hafnar tilboði Man Utd - Duran til Real Madrid?
   fös 13. desember 2024 18:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Amorim ræddi aldrei við City - „Var ekki í neinum vafa"
Mynd: EPA
Ruben Amorim stýrir Man Utd í fyrsta sinn í grannaslag um helgina þegar liðið heimsækir Man City á sunnudaginn.

Hann segist ekki geta nálgast leikinn sem alvöru grannaslag þar sem hann einbeitir sér að því að bæta leik liðsins.

Það hefur lítið gengið hjá Man City undir stjórn Pep Guardiola að undanförnu en liðið réð Hugo Viana sem yfirmann fótboltamála hjá sér í október en hann vann með Amorim hjá Sporting.

Amorim var í kjölfarið orðaður við stjórastöðuna hjá City en hann seegir að ekkert hafi verið til í þeim orðrómi.

„Ég ræddi aldrei við City og þetta var eini möguleikinn fyrir mig. Þegar Man Utd talaði við mig var ég ekki í neinum vafa því ég var þegar með ákveðið í huga sem gat verið möguleiki," sagði Amorim.

„Varðandi Man City eða Hugo Viana, það var ekkert þar."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner