Arsenal gæti keypt Lautaro á metfé - Líklegt að Arsenal kaupi Sesko í sumar - Launakröfur Garnacho of háar fyrir Napoli
   þri 14. janúar 2025 12:57
Elvar Geir Magnússon
„Þarf að finna út úr því af hverju Albert er ekki að finna sig“
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Lið Fiorentina er að ganga í gegnum erfiðan kafla og ítalskir fjölmiðlar og staðarmiðlar í Flórens fjalla mikið um vandamál liðsins.

Spjótin beinast talsvert að íslenska landsliðsmanninum Alberti Guðmundssyni sem Fiorentina fékk frá Genoa síðasta sumar. Albert var magnaður á síðasta tímabili en hefur ekki náð sér á strík í Flórens.

„Það þarf að finna út úr því af hverju Guðmundsson er ekki að finna sig, hver sé ástæðan fyrir krísunni hjá honum. Hann er besti fótboltamaður liðsins,“ segir blaðamaðurinn Alessandro Bocci hjá Corriere della Sera en hann er stuðningsmaður Fiorentina.

„Palladino (þjálfari liðsins) er ekki að ná því besta út úr honum. Það er hans skylda að koma leikmanninum í gang."

Fiorentina hefur gengið illa í undanförnum leikjum og aðeins náð í eitt stig úr fimm síðustu deildarleikjum. Albert var tekinn af velli í hálfleik í 2-1 tapi gegn botnliði Monza í gær.

„Allir voru að spila illa. Lið Monza hljóp þrisvar sinnum hraðar," segir Bocci.

Albert hefur ekki skorað síðan 6. október en meiðslavandræði hafa verið að trufla hann á hans fyrsta tímabili með Fiorentina. Þjálfari liðsins var spurður út í Albert eftir tapið í gær en hann sagði að vandamálið væri að Fiorentina væri ekki að spila eins og lið, einstaklingarnir væru ekki vandamálið.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 23 17 3 3 38 16 +22 54
2 Inter 23 15 6 2 56 21 +35 51
3 Atalanta 23 14 5 4 49 26 +23 47
4 Fiorentina 23 12 6 5 39 23 +16 42
5 Lazio 23 13 3 7 40 31 +9 42
6 Juventus 23 9 13 1 39 20 +19 40
7 Bologna 22 9 10 3 35 27 +8 37
8 Milan 22 9 8 5 33 24 +9 35
9 Roma 23 8 7 8 34 29 +5 31
10 Udinese 23 8 5 10 28 36 -8 29
11 Torino 23 6 9 8 24 27 -3 27
12 Genoa 23 6 8 9 21 32 -11 26
13 Verona 23 7 2 14 26 48 -22 23
14 Lecce 23 6 5 12 18 41 -23 23
15 Como 23 5 7 11 27 38 -11 22
16 Empoli 23 4 9 10 22 33 -11 21
17 Cagliari 23 5 6 12 24 38 -14 21
18 Parma 23 4 8 11 29 42 -13 20
19 Venezia 23 3 7 13 22 38 -16 16
20 Monza 23 2 7 14 20 34 -14 13
Athugasemdir
banner
banner
banner