Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 14. mars 2020 13:45
Ívan Guðjón Baldursson
Maradona um kórónaveiruna: Erfitt að fræða landsmenn á korteri
Mynd: Getty Images
Argentínska goðsögnin Diego Armando Maradona hefur tjáð sig um kórónaveiruna ægilegu sem er búin að breiðast um allan heim.

Veiran er komin til Suður-Ameríku og hefur verið að breiðast gríðarlega hratt enda fólk þar ekki mikið að spá í sóttvörnum.

„Ég bjó í Napolí í sjö ár. Þar er mikið af fólki sem ég elska og ég vil senda öllum íbúum borgarinnar stuðning á þessum erfiðu tímum. Fólk í Napolí áttar sig á vandanum og heldur sig innandyra, ég vona að argentínska þjóðin bregðist við tímanlega," sagði Maradona.

„Flestir hérna gera grín að veirunni en sannleikurinn er sá að um síðustu helgi var fólk að kyssast og knúsast eins og á venjulegum degi. Enginn talaði um faraldur, leikvangar voru fullir af fólki og allt virtist eðlilegt.

„Staðan er önnur í dag og ég vona að þjóðin bregðist rétt við. Það er erfitt að fræða landsmenn um hættur kórónaveirunnar á korteri, en það er eina leiðin.

„Það þarf fræðslu, hlýðni og virðingu til að stöðva þessa veiru. Gangi ykkur vel í baráttunni!"


Sjá einnig:
Gimnasia og Banfield neydd til að spila þrátt fyrir veiruna

River Plate neitar að spila í kvöld - Verður refsað

Athugasemdir
banner
banner
banner