Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
banner
   mán 14. apríl 2025 22:00
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Lærisveinar Lampard töpuðu stigum
Frank Lampard ætlar að koma Coventry í umspil
Frank Lampard ætlar að koma Coventry í umspil
Mynd: EPA
Hull City 1 - 1 Coventry
0-1 Matt Grimes ('46 )
1-1 Abu Kamara ('82 )

Lærisveinar Frank Lampard í Coventry City töpuðu mikilvægum stigum í umspilsbaráttunni er liðið gerði 1-1 jafntefli við fallbaráttulið Hull City á MKM-vellinum í Hull í kvöld.

Coventry var mun betri aðilinn í kvöld og fékk liðið urmul af færum til þess að gera út um leikinn.

Matt Grimes kom Coventry yfir á 46. mínútu leiksins, en hann mun þó líklega ekki fá markið skráð á sig þar sem boltinn hafði síðast viðkomu af Charlie Hughes, leikmanni Hull.

Haji Wright, framherji Coventry, hefði með smá heppni getað skorað þrennu í leiknum, en Ivor Pandur var frábær í marki heimamanna, varði tvö og síðan kom stöngin honum til bjargar í eitt skiptið.

Frammistaða Pandur gaf liðsfélögum hans von um að koma til baka og rættist það er Abu Kamara jafnaði átta mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma.

Svekkjandi úrslit fyrir Coventry sem hefur að vísu litið mjög vel út síðan Lampard tók við. Það situr í 6. sæti með 63 stig, sem er síðasta sætið sem gefur þáttökurétt í umspilið, en Hull í 20. sæti, þremur stigum fyrir ofan fallsæti þegar fjórar umferðir eru eftir af deildinni.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 22 14 6 2 53 23 +30 48
2 Middlesbrough 22 12 6 4 33 24 +9 42
3 Ipswich Town 22 10 7 5 38 23 +15 37
4 Hull City 22 11 4 7 37 35 +2 37
5 Preston NE 22 9 9 4 30 23 +7 36
6 Millwall 22 10 5 7 25 31 -6 35
7 QPR 22 10 4 8 32 34 -2 34
8 Stoke City 22 10 3 9 28 21 +7 33
9 Bristol City 22 9 6 7 30 24 +6 33
10 Watford 22 8 8 6 31 28 +3 32
11 Southampton 22 8 7 7 36 31 +5 31
12 Derby County 22 8 7 7 31 30 +1 31
13 Leicester 22 8 7 7 31 31 0 31
14 Birmingham 22 8 5 9 30 29 +1 29
15 Wrexham 22 6 10 6 27 27 0 28
16 West Brom 22 8 4 10 25 29 -4 28
17 Charlton Athletic 21 7 6 8 21 26 -5 27
18 Sheffield Utd 22 8 2 12 28 31 -3 26
19 Swansea 22 7 5 10 24 30 -6 26
20 Blackburn 21 7 4 10 22 26 -4 25
21 Portsmouth 21 5 6 10 18 28 -10 21
22 Oxford United 22 4 7 11 22 31 -9 19
23 Norwich 22 4 6 12 25 35 -10 18
24 Sheff Wed 21 1 6 14 16 43 -27 -9
Athugasemdir
banner