Sky Sports greinir frá því að Arsenal er í góðri fjárhagsstöðu fyrir komandi sumar á leikmannamarkaðinum.
Félagið er í góðri stöðu þegar kemur að fjármálareglum ensku úrvalsdeildarinnar og spáir Sky að Arsenal geti eytt í það minnsta 100 milljónum punda í nýja leikmenn í sumar.
Ofan á það getur félagið selt leikmenn til að fjármagna ný kaup.
Efstur á forgangslistanum er nýr framherji, þar sem Viktor Gyökeres og Benjamin Sesko eru líklegustu skotmörkin.
Félaginu vantar þó einnig nýjan miðjumann en Martin Zubimendi virðist vera á leið til félagsins. Arsenal mun borga riftunarákvæðið í samningi hans við Real Sociedad, sem hljóðar upp á 50 milljónir punda.
Arsenal mun því eiga minnst 50 milljónir til að kaupa framherja, auk þeirra peninga sem munu fást fyrir leikmannasölur.
Athugasemdir