
Sveindís Jane Jónsdóttir lék á dögunum sinn síðasta leik fyrir Wolfsburg eftir fimm ár hjá félaginu.
Sveindís var í byrjunarliðinu í Íslendingaslag gegn Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur og stöllum hennar í Bayer Leverkusen.
Wolfsburg vann þægilegan sigur með Sveindísi í aðalhlutverki, þar sem hún var búin að skora og leggja upp á fyrstu tíu mínútum leiksins.
Hér fyrir neðan má sjá helstu atvik leiksins. Það sést einnig þegar Karólína Lea býr til dauðafæri í fyrri hálfleik og gefur svo stoðsendingu í þeim seinni.
Athugasemdir