Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
   mið 14. maí 2025 08:00
Elvar Geir Magnússon
Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte
Powerade
Liam Delap, sóknarmaður Ipswich.
Liam Delap, sóknarmaður Ipswich.
Mynd: EPA
Aymeric Laporte.
Aymeric Laporte.
Mynd: Al Nassr
Það eru kröfur settar á Amorim fyrir næsta tímabil og hver veit nema Delap verði þá í leikmannahópi hans. Væbið er gott yfir slúðurpakka dagsins, sem er að sjálfsögðu í boði Powerade.

Stjórnarmenn Manchester United hafa sett Rúben Amorim það markmið að enda í topp sex í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Það er ansi stórt stökk miðað við að liðið situr nú í sextánda sæti. (Mirror)

Manchester United er fremst í baráttunni um að fá enska framherjann Liam Delap (22) frá Ipswich. Delap hefur mikinn áhuga á að fara á Old Trafford. (Sky Sports)

Aymeric Laporte (30) hefur náð samkomulagi við Al Nassr í Sádi-Arabíu um riftun á samningi. Laporte er þriðji launahæsti varnarmaður heims en lenti upp á kant við stjórann Stefano Pioli og var settur út í kuldann. Marseille er meðal félaga sem munu bjóða Laporte samning. (Mail)

Nottingham Forest ætlar að fá að minnsta kosti fimm nýja leikenn í sumar og hefur meðal annars skoðað enska miðjumanninn James McAtee (22) hjá Manchester City og framherjann Delap hjá Ipswich. (Telegraph)

Arsenal og Liverpool eru að berjast um að fá spænska miðvörðinn Dean Huijsen (20) frá Bournemouth. Real Madrid er hefur einnig áhuga. (Sky Þýskaland)

Huijsen dreymir um að ganga til liðs við Real Madrid en Liverpool, Arsenal og Chelsea eru tilbúin að virkja 50 milljóna punda riftunarákvæði varnarmannsins í þessum mánuði. (Fabrizio Romano)

Hægri bakvörðurinn Jeremie Frimpong (24) hjá hollenska Bayer Leverkusen, er að nálgast 29,5 milljóna punda sölu til Liverpool. (Mail)

Real Madrid er nálægt því að tilkynna kaup á enska hægri bakverðinum Trent Alexander-Arnold (26) frá Liverpool. Enska félagið fer fram á 840 þúsund pund fyrir að losa hann fyrir HM félagsliða. (ESPN)

Manchester United hefur átt í viðræðum við framherjann Antoine Semenyo (25) um möguleg skipti frá Bournemouth. (Talksport)

Brighton er í viðræðum við reynslumikla enska miðjumanninn James Milner (39) um nýjan samning við félagið. (Athletic)

Arsenal vill fá Viktor Gyökeres (26), sænskan framherja Sporting Lissabon. Hann getur fært sig um set ef félag samþykkir að greiða um 60 milljónir punda. (Mirror)

Auk Gyökeres hefur Arsenal einnig áhuga á slóvenska framherjanum Benjamin Sesko (21) hjá RB Leipzig. (Sky Sports)
Athugasemdir