Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
   mið 14. maí 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Smári sigraði Boreal Cup eftir níu marka úrslitaleik
Mynd: Boreal
Mynd: Boreal
Boreal Cup æfingamótinu var að ljúka á dögunum með sigri Smára eftir skemmtilegan úrslitaleik gegn Álafossi.

Boreal Cup er æfingamót neðrideildaliða þar sem einungis félög sem leika í 5. deild fá þátttökurétt. KM, eða Knattspyrnufélagið Miðgarður, stendur fyrir þessu skemmtilega móti.

Í ár voru átta lið sem tóku þátt og mættu hvoru öðru í deildarkeppni. Toppliðin tvö mættust svo í úrslitaleik í gær. Smári hafði þar betur gegn Álafossi, lokatölur 6-3.

Smári endaði á toppi deildarinnar með 18 stig, tveimur stigum meira heldur en Álafoss sem komst í úrslitaleikinn á markatölu.

Álafoss endaði jafn Létti á stigum, rétt fyrir ofan Skautafélag Reykjavíkur.

Lokastaðan í deildarkeppni
1. Smári 18 stig +11
2. Álafoss 16 stig +22
3. Léttir 16 stig +15
4. SR 15 stig +1
5. KM 9 stig -5
6. RB 3 stig -11
7. Þorlákur 3 stig -12
8. Uppsveitir 3 stig -21
Athugasemdir