Englandsmeistarar Liverpool eru ekki langt frá því að ganga frá kaupum á bakverðinum sókndjarfa Jeremie Frimpong.
Liverpool vantar nýjan hægri bakvörð til að fylla í skarðið sem Trent Alexander-Arnold skilur eftir sig með félagaskiptum sínum til Real Madrid.
Frimpong, sem er 24 ára gamall, mun berjast við Conor Bradley um sæti í byrjunarliði Liverpool.
Frimpong kemur úr röðum Bayer Leverkusen í Þýskalandi þar sem hann hefur verið lykilmaður undanfarin ár.
Hann mun kosta svo lítið sem 35 milljónir evra vegna riftunarákvæðis en tölfræðin hans hjá Leverkusen er afar jákvæð, þar sem hann hefur komið með beinum hætti að 74 mörkum í 190 keppnisleikjum með aðalliðinu.
Félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano greinir frá þessum fregnum og virðist lítið sem ekkert geta staðið í vegi fyrir félagaskiptum Frimpong til Liverpool.
Liverpool hefur hafið viðræður við Frimpong, sem er hollenskur landsliðsmaður, um samningsmál.
Frimpong virðist því ætla að yfirgefa Leverkusen í sumar alveg eins og liðsfélagi hans Florian Wirtz og þjálfarinn Xabi Alonso.
Athugasemdir