Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 14. júní 2021 18:12
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarliðin hjá Spáni og Svíþjóð: 18 ára strákur fær sénsinn
Pedri byrjar gegn Svíum
Pedri byrjar gegn Svíum
Mynd: EPA
Spánn og Svíþjóð eigast við í E-riðli Evrópumótsins klukkan 19:00 í kvöld en spilað er í Sevilla.

Luis Enrique, þjálfari spænska liðsins, er með áhugavert byrjunarlið en Unai Simon, markvörður Athletic, er í markinu. Alvaro Morata er í fremstu víglínu og þá er hinn 18 ára gamli Pedri í liðinu.

Hann spilaði glimrandi vel með Börsungum á tímabilinu og fær nú tækifærið á stóra sviðinu með spænska liðinu. Aymeric Laporte er þá í hjarta varnarinnar.

Alexander Isak er fremstur hjá Svíum. Albin Ekdal og Ludwig Augustinsson eru komnir til baka úr meiðslum og klárir í slaginn en hægt er að sjá liðin hér fyrir neðan.

Spánn: Simon, Llorente, Pau Torres, Laporte, Jordi Alba, Rodri, Pedri, Koke, Dani Olmo, Torres, Morata

Svíþjóð: Olsen, Lustig, Lindelof, Danielson, Augustinsson, Larsson, Ekdal, Olsson, Forsberg, Berg, Isak
Athugasemdir
banner
banner
banner