„Þetta var frábært af okkar hálfu. Við vorum betri frá fyrstu mínútu fannst mér,'' segir Brynjar Þór Gestsson, þjálfari Þróttur Vogum eftir 2-0 sigur gegn Grindavík í Lengjudeildinni.
Lestu um leikinn: Þróttur V. 2 - 0 Grindavík
„Við sköpuðum okkur mikið af færum, vorum gríðalega þéttir og mér fannst þetta bara virkilega flott frammistaða. Strákarnir eiga allt hrós skilið,''
Hans Mpongo spilaði sinn fyrsta leik fyrir Þrótt og skoraði 2 mörk í þessum leik.
„Mér fannst hann góður. Maður sá að hann hefur ekki spilað í smá tíma, aðeins ryðgaður. Hann bað mig sérstaklega fyrir leik að fá að taka víti ef við fengum víti og hann fékk víti. Hann var rosalega duglegur, bara eins og allir leikmenn í þessum leik.''
„Við þurftum að gera eitthvað til þess að lifa af. Við förum upp í fimm stig og það gefur smá glit. Það er öll seinni umferðin eftir og það er fínt að fara í hana með þennan leik á bakinu,''
„Mér fannst allir sem spiluðu í dag geggjaðir. Menn þurfa að gera þetta fyrir hvort annað og fyrir Vogana. Ég, Pew og Andri formaður vorum allir með ræðu um það hversu mikilvægt þetta væri,'' segir Binni Gests.
Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni fyrir ofan.






















