Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
banner
   sun 14. ágúst 2022 14:57
Aksentije Milisic
England: Forest vann West Ham í ótrúlegum leik
Dean Henderson hélt hreinu í dag.
Dean Henderson hélt hreinu í dag.
Mynd: EPA
Fyrirliðinn klúðraði vítaspyrnu.
Fyrirliðinn klúðraði vítaspyrnu.
Mynd: EPA

Nott. Forest 1 - 0 West Ham
1-0 Taiwo Awoniyi ('45 )
1-0 Declan Rice ('65 , Misnotað víti)

Fyrri leikur dagsins í annarri umferð ensku úrvalsdeildarinnar fór fram á The City Ground en þar mætast Nottingham Forest og West Ham United.


Leikurinn var mjög líflegur og bæði lið áttu nóg af færum en þá sérstaklega gestirnir í West Ham.

Forest byrjaði leikinn af krafti og sótti mikið að marki gestanna. Taiwo Awoniyi, sem var að spila sinn fyrsta byrjunarliðsleik fyrir Forest, komst tvíveigis í gott færi en náði ekki að skora.

West Ham kom boltanum í netið í fyrri hálfleiknum en dómarinn var sendur í VAR skjáinn og ákvað að dæma markið af. Ástæðan var vegna brots Michail Antonio í aðdragandanum.

Á síðustu sekúndum fyrri hálfleiks komust nýliðarnir yfir. Awoniyi kom þá knettinum í netið af stuttu færi eftir misheppnað skot hjá Jesse Lingard. Staðan 1-0 í hálfleik.

Síðari hálfleikurinn var ótrúlegur. West Ham hreinlega óð í færum en boltinn vildi ekki inn. Pablo Fornals og Said Benrahma áttu báðir skot í slánna og niður en boltinn fór ekki yfir línuna.

Á 65. mínútu fékk West Ham vítaspyrnu. Tomas Soucek, sem fékk þrjú mjög góð færi í leiknum, átti þá skalla sem Scott McKenna varði með hendinni. Sumir vildu fá rautt spjald á McKenna þarf sem hann varði boltann viljandi með hendinni. Markvörðurinn var hins vegar beint fyrir aftan hann og var niðurstaðan gult spjald.

Declan Rice steig á punktinn en Dean Henderson gerði sér lítið fyrir og greip vítaspyrnuna.

Fljótlega eftir þetta skoraði Forest en markið var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. West Ham sóttu áfram og náði Neco Williams að bjarga frábærlega á marklínu fyrir heimamenn.

Leiknum lauk með ótrúlega 1-0 sigri Forest og er liðið því komið á blað í deildinni. West Ham er án stiga eftir fyrstu tvo leikina.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 13 9 3 1 25 7 +18 30
2 Man City 13 8 1 4 27 12 +15 25
3 Chelsea 13 7 3 3 24 12 +12 24
4 Aston Villa 13 7 3 3 16 11 +5 24
5 Brighton 13 6 4 3 21 16 +5 22
6 Sunderland 13 6 4 3 17 13 +4 22
7 Man Utd 13 6 3 4 21 20 +1 21
8 Liverpool 13 7 0 6 20 20 0 21
9 Crystal Palace 13 5 5 3 17 11 +6 20
10 Brentford 13 6 1 6 21 20 +1 19
11 Bournemouth 13 5 4 4 21 23 -2 19
12 Tottenham 13 5 3 5 21 16 +5 18
13 Newcastle 13 5 3 5 17 16 +1 18
14 Everton 13 5 3 5 14 17 -3 18
15 Fulham 13 5 2 6 15 17 -2 17
16 Nott. Forest 13 3 3 7 13 22 -9 12
17 West Ham 13 3 2 8 15 27 -12 11
18 Leeds 13 3 2 8 13 25 -12 11
19 Burnley 13 3 1 9 15 27 -12 10
20 Wolves 13 0 2 11 7 28 -21 2
Athugasemdir
banner