Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
banner
   mið 14. ágúst 2024 19:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar tjáir sig um bannið: Gerði mig að fífli
'Það er fínt inn á milli að vekja menn aðeins upp'
'Það er fínt inn á milli að vekja menn aðeins upp'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar fór mikinn í viðtölum eftir leikinn.
Arnar fór mikinn í viðtölum eftir leikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var úrskurðaður í þriggja leikja bann eftir leikinn gegn Vestra. Hann fékk rautt spjald í leiknum sem var hans annað í sumar og fór hann því sjálfkrafa í tveggja leikja bann.

Aga- og úrskurðarnefnd bætti svo við einum leik til viðbótar vegna hegðunar Arnars á hliðarlínunni. Hann verður því ekki á hliðarlínunni í næstu þremur leikjum Víkings í Bestu deildinni.

Þjálfarinn var til viðtals í dag og tjáði sig um bannið.

„Ég tek þessu banni alveg. Ég gerði mig náttúrulega að fífli fyrir að tjá mig um atvik, sem ég tek sérstaklega fram að endaði á að vera frábær tækling og ekkert að henni, en það voru nokkrir hlutir sem höfðu pirrað mig illilega, bæði í leiknum gegn Vestra og í leikjum á undan. Ég hef vanalega verið góður vinur dómaranna, að því leyti að ég er ekki mikið að tjá mig eftir leiki, en stundum springur maður."

„Ég vona að það sem kemur út úr þessu sé að bæði leikmenn, þjálfarar og dómarar taki sig almennilega á svo þetta verði besti lokakafli í sögu Íslandsmótsins. Ef að þetta bann hjálpar til þess, þá verð ég glaður. Það þurfti eitthvað að gera, það var of mikið af kvörtunum, of mikið af ákvörðunum og líka mistök hjá okkur þjálfurum og leikmönnum. Það er fínt inn á milli að vekja menn aðeins upp."


Arnar var vægast sagt mjög ósáttur að ekkert brot var dæmt á Gunnar Jónas Hauksson, leikmanni Vestra, þegar hann renndi sér og hafði boltann af Sveini Gísla Þorkelssyni, leikmanni Víkings.

„Ég sá í útsendingunni strax eftir þetta að þetta var frábær tækling," segir Arnar.
Athugasemdir
banner
banner