Fram er samkvæmt heimildum Fótbolta.net búið að ná samkomulagi við Gustav Dahl um að leika með liðinu.
Dahl er danskur miðjumaður sem var síðast á mála hjá Vendsyssel í dönsku B-deildinni. Hann kom við sögu í þrettán leikjum í deildinni á síðasta tímabili.
Dahl er danskur miðjumaður sem var síðast á mála hjá Vendsyssel í dönsku B-deildinni. Hann kom við sögu í þrettán leikjum í deildinni á síðasta tímabili.
Hann er tvítugur og er uppalinn hjá Álaborg. Fram er með annan leikmann sem uppalinn er hjá Álaborg en það er Jannik Pohl.
Dahl hefur ekki fengið félagaskipti og er því ekki kominn með leikheimild með liðinu en það ætti að vera tímaspursmál. Glugginn lokaði í gærkvöldi en Framarar eru bjartsýnir á að skiptin náist í gegn.
Hann lék á sínum tíma niu leiki með U16 landsliði Dana og var valinn í U17 landsliðið. Fram er sem stendur í 6. sæti Bestu deildarinnar.
Þá er Vestri einnig að vonast eftir því að félagaskipti fyrir spænskan sóknarmann muni ganga í gegn.
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 21 | 14 | 4 | 3 | 50 - 23 | +27 | 46 |
2. Breiðablik | 21 | 14 | 4 | 3 | 48 - 25 | +23 | 46 |
3. Valur | 21 | 10 | 5 | 6 | 49 - 32 | +17 | 35 |
4. FH | 21 | 9 | 5 | 7 | 36 - 35 | +1 | 32 |
5. ÍA | 21 | 9 | 4 | 8 | 40 - 31 | +9 | 31 |
6. Stjarnan | 21 | 9 | 4 | 8 | 39 - 35 | +4 | 31 |
7. KA | 21 | 7 | 6 | 8 | 32 - 37 | -5 | 27 |
8. Fram | 21 | 7 | 5 | 9 | 28 - 29 | -1 | 26 |
9. KR | 21 | 5 | 6 | 10 | 34 - 42 | -8 | 21 |
10. HK | 21 | 6 | 2 | 13 | 23 - 51 | -28 | 20 |
11. Vestri | 21 | 4 | 6 | 11 | 22 - 42 | -20 | 18 |
12. Fylkir | 21 | 4 | 5 | 12 | 26 - 45 | -19 | 17 |
Athugasemdir