Portúgalski sóknarmaðurinn Cristiano Ronaldo skoraði og lagði upp í fyrsta leik sínum á nýju tímabili er Al Nassr vann Al Taewon, 2-0, í undanúrslitum Ofurbikarsins í Sádi-Arabíu í dag.
Ronaldo fór mikinn á síðustu leiktíð og bætti þar markamet sádi-arabísku deildarinnar.
Hann skoraði annað mark Al Nassr í kvöld á 57. mínútu með góðu skoti í nærhornið. Ronaldo var að skora 23. tímabilið í röð.
Portúgalinn lagði þá upp fyrra markið í leiknum fyrir Ayman Yahya á 8. mínútu leiksins.
Marcelo Brozovic, miðjumaður Al Nassr, verður ekki með í úrslitaleiknum eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið undir lok leiks.
Al Nassr mætir Al Hilal í úrslitum Ofurbikarsins á laugardag.
Cristiano Ronaldo has now scored in 23 seasons in a row ????????
— CristianoXtra (@CristianoXtra_) August 14, 2024
Eternal ????pic.twitter.com/jGDFBkvT2G
Athugasemdir