Joao Mendes, 19 ára gamall sonur Ronaldinho, hefur samið við enska B-deildarfélagið Burnley en hann kemur til félagsins frá Barcelona á Spáni.
Brasilíski leikmaðurinn er uppalinn hjá Cruzeiro í heimalandinu en fékk að æfa með Barcelona í gegnum sambönd föður síns.
Barcelona bauð honum samning sem hann samþykkti en hann hefur spilað með U19 ára liði félagsins síðasta árið.
Mendes hefur nú rift samningi sínum við Barcelona og þegar skrifað undir tveggja ára samninga hjá Burnley í ensku B-deildinni.
Hann mun geta byrjað að æfa með Burnley í næstu viku, en samkvæmt brasilísku miðlunum verður hann hluti af aðalliðinu.
Þar hittir hann meðal annars íslenska landsliðsmanninn Jóhann Berg Guðmundsson, sem hefur verið á mála hjá Burnley síðustu átta ár.
Áhugavert tímabil framundan hjá Burnley og verður Ronaldinho eflaust tíður gestur á Turf Moor í vetur.
Athugasemdir