Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
   mið 14. ágúst 2024 13:00
Elvar Geir Magnússon
Umboðsmaður Dybala fundar í Sádi-Arabíu
Paulo Dybala er þrítugur.
Paulo Dybala er þrítugur.
Mynd: EPA
Ítalskir fjölmiðlar segja að umboðsmaður argentínska landsliðsmannsins Paulo Dybala sé í Sádi-Arabíu að funda með Al Qadsiah.

Dybala gæti yfirgefið Roma á komandi dögum en ítalska félagið er sagt tilbúið að selja hann af fjárhagslegum ástæðum.

Samningur Dybala við Roma rennur út í júní 2025 en framlengist sjálfkrafa um eitt ár ef hann spilar ákveðinn fjölda leikja.

Dybala er á háum launum og félagið þegar náð samkomulagi við stjórann Daniele De Rossi um að það sé í lagi að selja hann.

De Rossi ku hafa tilkynnt Dybala að hann byrji á bekknum á sunnudaginn, þegar Roma mætir Cagliari í fyrsta leik sínum í ítölslu A-deildinni á nýju tímabili.
Athugasemdir
banner
banner