Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   lau 14. september 2019 18:40
Arnar Laufdal Arnarsson
Beggi Ólafs: Sjaldan verið eins stressaður í leik og núna
Bergveinn Ólafsson fyrirliði Fjölnis
Bergveinn Ólafsson fyrirliði Fjölnis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Beggi Ólafs var ekki í leikmannahópi Fjölnis í dag þegar liðið tryggði sér sæti í deild þeirra bestu eftir 1-1 jafntefli gegn Leikni í 21. umferð Inkasso deildar karla. Bergsveinn var að taka út leikbann í dag og gat ekki hjálpað liði sínu að tryggja sér sæti í Pepsi-Max deildinni en það kom ekki að sök.

"Tilfinningin er fáranlega góð, svoltítið steikt að vera ekki að spila og fagna Pepsi deildar sæti en var rosalega stoltur af strákunum í dag, af þessu liði og af þessum klúbb og bara virkilega gaman að vera hluti af þessu. Markmiðinu var náð og það væri eiginlega bara græðgi að biðja um eitthvað meira til að byrja með" Sagði Beggi ferskur eftir leik.

"Þetta er öðruvísi tilfinning þegar þú hefur enga stjórn á því hvernig leikurinn mun fara og þetta er í öðrum höndum en sjálfum þér og ég hef sjaldan verið eins stressaður og í leik og núna en þeir sinntu dagsverki og gerðu jafntefli gegn góðu Leiknisliði og verð að hrósa Leikni, búnir að vera frábærir í seinni umferðinni" Sagði Bergsveinn um það að vera ekki að spila leikinn.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  1 Leiknir R.

"Það þýðir ekkert annað, þetta er minn uppeldisklúbbur og mér þykir mjög vænt um þennan klúbb. Það var smá niðursveifla hjá manni eftir síðasta tímabil og búinn að eiga erfitt ár fram að því fótboltalega séð og að ná að tryggja okkur upp eftir bara 1 ár í Inkasso, menn gera sér ekki grein fyrir því hversu mikið ég er stoltur af öllum í kringum klúbinn, af sjálfum mér og strákunum. Þannig að taka þetta skref og vera bara eitt ár í Inkasso, það skiptir mig miklu máli" Sagði Beggi varðandi næsta tímabil í Pepsi Max.

Bergsveinn er mikill reynslubolti og hefur leikið með Fjölni áður í efstu deild og einnig með FH og mun eflaust hjálpa liðinu helling í deild þeirra bestu á næsta ári.

Til hamingju Fjölnir!
Athugasemdir
banner