Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
   lau 14. september 2019 18:40
Arnar Laufdal Arnarsson
Beggi Ólafs: Sjaldan verið eins stressaður í leik og núna
Bergveinn Ólafsson fyrirliði Fjölnis
Bergveinn Ólafsson fyrirliði Fjölnis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Beggi Ólafs var ekki í leikmannahópi Fjölnis í dag þegar liðið tryggði sér sæti í deild þeirra bestu eftir 1-1 jafntefli gegn Leikni í 21. umferð Inkasso deildar karla. Bergsveinn var að taka út leikbann í dag og gat ekki hjálpað liði sínu að tryggja sér sæti í Pepsi-Max deildinni en það kom ekki að sök.

"Tilfinningin er fáranlega góð, svoltítið steikt að vera ekki að spila og fagna Pepsi deildar sæti en var rosalega stoltur af strákunum í dag, af þessu liði og af þessum klúbb og bara virkilega gaman að vera hluti af þessu. Markmiðinu var náð og það væri eiginlega bara græðgi að biðja um eitthvað meira til að byrja með" Sagði Beggi ferskur eftir leik.

"Þetta er öðruvísi tilfinning þegar þú hefur enga stjórn á því hvernig leikurinn mun fara og þetta er í öðrum höndum en sjálfum þér og ég hef sjaldan verið eins stressaður og í leik og núna en þeir sinntu dagsverki og gerðu jafntefli gegn góðu Leiknisliði og verð að hrósa Leikni, búnir að vera frábærir í seinni umferðinni" Sagði Bergsveinn um það að vera ekki að spila leikinn.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  1 Leiknir R.

"Það þýðir ekkert annað, þetta er minn uppeldisklúbbur og mér þykir mjög vænt um þennan klúbb. Það var smá niðursveifla hjá manni eftir síðasta tímabil og búinn að eiga erfitt ár fram að því fótboltalega séð og að ná að tryggja okkur upp eftir bara 1 ár í Inkasso, menn gera sér ekki grein fyrir því hversu mikið ég er stoltur af öllum í kringum klúbinn, af sjálfum mér og strákunum. Þannig að taka þetta skref og vera bara eitt ár í Inkasso, það skiptir mig miklu máli" Sagði Beggi varðandi næsta tímabil í Pepsi Max.

Bergsveinn er mikill reynslubolti og hefur leikið með Fjölni áður í efstu deild og einnig með FH og mun eflaust hjálpa liðinu helling í deild þeirra bestu á næsta ári.

Til hamingju Fjölnir!
Athugasemdir
banner