Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
   lau 14. september 2019 18:40
Arnar Laufdal Arnarsson
Beggi Ólafs: Sjaldan verið eins stressaður í leik og núna
Bergveinn Ólafsson fyrirliði Fjölnis
Bergveinn Ólafsson fyrirliði Fjölnis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Beggi Ólafs var ekki í leikmannahópi Fjölnis í dag þegar liðið tryggði sér sæti í deild þeirra bestu eftir 1-1 jafntefli gegn Leikni í 21. umferð Inkasso deildar karla. Bergsveinn var að taka út leikbann í dag og gat ekki hjálpað liði sínu að tryggja sér sæti í Pepsi-Max deildinni en það kom ekki að sök.

"Tilfinningin er fáranlega góð, svoltítið steikt að vera ekki að spila og fagna Pepsi deildar sæti en var rosalega stoltur af strákunum í dag, af þessu liði og af þessum klúbb og bara virkilega gaman að vera hluti af þessu. Markmiðinu var náð og það væri eiginlega bara græðgi að biðja um eitthvað meira til að byrja með" Sagði Beggi ferskur eftir leik.

"Þetta er öðruvísi tilfinning þegar þú hefur enga stjórn á því hvernig leikurinn mun fara og þetta er í öðrum höndum en sjálfum þér og ég hef sjaldan verið eins stressaður og í leik og núna en þeir sinntu dagsverki og gerðu jafntefli gegn góðu Leiknisliði og verð að hrósa Leikni, búnir að vera frábærir í seinni umferðinni" Sagði Bergsveinn um það að vera ekki að spila leikinn.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  1 Leiknir R.

"Það þýðir ekkert annað, þetta er minn uppeldisklúbbur og mér þykir mjög vænt um þennan klúbb. Það var smá niðursveifla hjá manni eftir síðasta tímabil og búinn að eiga erfitt ár fram að því fótboltalega séð og að ná að tryggja okkur upp eftir bara 1 ár í Inkasso, menn gera sér ekki grein fyrir því hversu mikið ég er stoltur af öllum í kringum klúbinn, af sjálfum mér og strákunum. Þannig að taka þetta skref og vera bara eitt ár í Inkasso, það skiptir mig miklu máli" Sagði Beggi varðandi næsta tímabil í Pepsi Max.

Bergsveinn er mikill reynslubolti og hefur leikið með Fjölni áður í efstu deild og einnig með FH og mun eflaust hjálpa liðinu helling í deild þeirra bestu á næsta ári.

Til hamingju Fjölnir!
Athugasemdir