Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   lau 14. september 2019 16:57
Ester Ósk Árnadóttir
Þórhallur: Fórum í stórt test og féllum á því
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var vont tap. Við töpuðum baráttunni inn á vellinum og þá tapar maður fótboltaleikjum," sagði Þórhallur þjálfari Þróttar eftir tap á móti Magna í mikilvægum leik á Grenivíkurvelli í dag.

Lestu um leikinn: Magni 3 -  1 Þróttur R.

Magni var komið 2-0 yfir þegar 20 mínútur voru búnar af leiknum.

„Við lentum undir í baráttunni í fyrri hálfleik. Fáum á okkur tvö algjör óþarfa mörk. Við vorum alltof lengi að koma með svar við því. Markið hjá okkur kom seint og því miður náðum við ekki að snúa við þessum leik."

Þróttur er í fallsæti þegar einn leikur er eftir. Sá leikur er á móti Aftureldingu.

„Það er að vinna hann. Það er bara það eina í stöðunni. Við fórum hingað í stórt test fyrir norðan og við féllum á því. Það verður mjög fróðlegt að sjá æfingarvikuna leikmanna verður og hvernig andinn verður í þessum leik. Nú eiga menn ekki fleiri sénsa inni. Það er bara einn í viðbót og það verður að vera sigur ef menn ætla að vera í þessari deild."

Þróttur er búið að tapa 6 leikjum í röð. Markatalan er 5-19 í þessum leikjum.

„Við höfum ekki unnið leiki. Við erum augljóslega að fá á okkur mikið af mörkum og erum ekki að svara því. Við höfum ekki náð að búa til sigurleik."

Liðið minnkaði muninn á 89 mínútu en Magni svaraði því strax með þriðja marki sínu.

„Þriðja markið var kannski ekki mikill tuska því við vorum bara gambla og reyna að jafna leikinn. Það skiptir svo sem ekki máli hvort þetta hafi farið 2-1 eða 3-1. Það er náttúrulega mjög svekkjandi að það er lítið sem fellur með okkur. Það féllu engir stórir dómar með okkur í dag og það er oft þannig þegar maður mætir í sveitina. Við getum samt ekki kennt því um að við höfum tapað þessum leik. Við urðum undir í baráttunni."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner