Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 14. september 2021 20:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Er þetta ekki orðið fínt af þessum grátkór hjá landsliðsþjálfaranum?"
Icelandair
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari.
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lárus Orri Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður, leggur til að landsliðsþjálfarinn, Arnar Þór Viðarsson, hætti „þessum grátkór" eins og hann orðar það.

Arnar var í viðtali í belgískum sjónvarpsþætti þar sem hann talaði um vandræðin á Íslandi.

Arnar, sem er búsettur í Belgíu, segir að liðinn landsleikjagluggi hafi verið erfiðustu vikur á ferli hans og hann sé þreyttur. Úrslitin innan vallarins hafi verið aukaatriði í öllu því sem gekk á.

Stjórn KSÍ sagði af sér eftir að hún var sökuð um að hylma yfir ofbeldisbrot. Arnar segir möguleika á því að nokkrir af reyndustu leikmönnum hópsins hafi spilað sína síðustu landsleiki.

„Ég skil gagnrýnina en ég hef ekki svörin. Formaðurinn er farinn, stjórnin er farin.... ég ráðlegg mig við yfirmann fótboltamála. Og sá maður er ég sjálfur. Þetta hefur verið stormur og ég var í honum miðjum. Ég þurfti skyndilega að svara fjölmiðlum en ég gat eki gefið svörin. Á sama tíma þurfti ég að undirbúa leiki," sagði Arnar meðal annars en greinina er hægt að lesa í heild sinni hérna.

Lárus Orri svarar þessari grein á samfélagsmiðlinum á Twitter, en hann liggur ekki á skoðunum sínum.

„'Cry me a river'. Erfið staða og erfitt verkefni? Ekki spurning, en er þetta ekki orðið fínt af þessum grátkór hjá landsliðsþjálfaranum/yfirmanni knattspyrnumála. Svona er staðan í dag; 'deal with it and get on with the job'," skrifar Lárus Orri en tíst hans má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner