Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 14. október 2019 21:56
Baldvin Már Borgarsson
Hamren: Tyrkir hafa fengið alla heppni með sér
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren mætti súr á fréttamannafund eftir leik Íslands og Andorra í kvöld þrátt fyrir 2-0 sigur, þar sem Tyrkir stálu jafntefli í Frakklandi sem gerir stöðuna erfiða fyrir okkur Íslendinga. Erik ræddi Tyrkina á fundinum og talaði um að þeir væru búnir að fá heppnina með sér í lið.

„Tyrkir hafa alla þá heppni sem þeir gætu hafa fengið í þessari undankeppni, þeir skoruðu sigurmark gegn Andorra í uppbótartíma, þeir skoruðu á síðustu mínútunum gegn Albaníu, í dag líka. Við sjáum til hvað gerist í síðustu leikjunum. Við sögðum það frá upphafi fyrir undankeppnina að það yrði í nóvember sem úrslitin yrðu ráðin, og það verður þannig. Hinsvegar þá myndi mér líða miklu betur ef við færum til Tyrklands í úrslitaleik.''

Andorra tókst að loka þokkalega á okkur á löngum köflum, hefur Hamren trú á að Andorra geti gert síkt hið sama gegn Tyrkjum og hjálpað okkur áfram í lokakeppni EM?

„Eins og ég sagði, ef við vinnum Tyrki er allt galopið en það er undir okkur komið, svo þurfum við að vinna Moldóvíu áður en við förum að hugsa um einhver önnur úrslit, við vitum það. Við vitum líka að Andorra tekur ekki mörg stig, þeir unnu gegn Moldavíu en þetta er ekki búið, það getur allt gerst í fótbolta.''
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner