Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   mán 14. október 2019 11:47
Elvar Geir Magnússon
Sveinn Aron: Finnst við hafa betri leikmenn og betra lið
Sveinn Aron Guðjohnsen.
Sveinn Aron Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland og Írland mætast á morgun í undankeppni EM U21 landsliða. Leikurinn verður klukkan 15:00 á Víkingsvelli.

Ísland er með sex stig í riðlinum eftir þrjá leiki en liðið tapaði illa 5-0 fyrir Svíþjóð síðasta laugardag.

Sveinn Aron Guðjohnsen, sóknarmaður Íslands, spjallaði stuttlega við Fótbolta.net fyrir æfingu í dag.

„Það er gott að fá leik svona strax á eftir. Við áttum bara lélegan leik gegn Svíþjóð. Það vantaði upp á allt hjá okkur í þeim leik," segir Sveinn Aron.

„Við ætlum okkur í næsta leik og taka þrjú stig. Írarnir hafa verið góðir en mér finnst við eiga góða möguleika. Það sem ég hef séð þá tel ég okkur hafa betri leikmenn og vera betra lið."

Eiður Smári, pabbi Sveins, er aðstoðarþjálfari U21 landsliðsins. Sveinn segir að það sé ekkert skrítið að hafa pabba sinn í teyminu.

„Ég hélt fyrst að það yrði það. Hann hefur kennt mér ýmislegt í gegnum tíðina, eftir leiki og æfingar. Það er bara enn betra að hafa hann á hliðarlínunni," segir Sveinn Aron.

Sveinn er hjá Spezia í ítölsku B-deildinni en hefur verið límdur við bekkinn og fengið fá tækifæri.

„Ég hef ekki fengið nægilega margar mínútur og liðinu gengur ekki eins vel og við vildum. Kannski er það bara þolinmæði, bíða eftir því að fá tækifærið og vera þá tilbúinn," segir Sveinn Aron.
Athugasemdir
banner
banner
banner