Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   mán 14. október 2019 11:47
Elvar Geir Magnússon
Sveinn Aron: Finnst við hafa betri leikmenn og betra lið
Sveinn Aron Guðjohnsen.
Sveinn Aron Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland og Írland mætast á morgun í undankeppni EM U21 landsliða. Leikurinn verður klukkan 15:00 á Víkingsvelli.

Ísland er með sex stig í riðlinum eftir þrjá leiki en liðið tapaði illa 5-0 fyrir Svíþjóð síðasta laugardag.

Sveinn Aron Guðjohnsen, sóknarmaður Íslands, spjallaði stuttlega við Fótbolta.net fyrir æfingu í dag.

„Það er gott að fá leik svona strax á eftir. Við áttum bara lélegan leik gegn Svíþjóð. Það vantaði upp á allt hjá okkur í þeim leik," segir Sveinn Aron.

„Við ætlum okkur í næsta leik og taka þrjú stig. Írarnir hafa verið góðir en mér finnst við eiga góða möguleika. Það sem ég hef séð þá tel ég okkur hafa betri leikmenn og vera betra lið."

Eiður Smári, pabbi Sveins, er aðstoðarþjálfari U21 landsliðsins. Sveinn segir að það sé ekkert skrítið að hafa pabba sinn í teyminu.

„Ég hélt fyrst að það yrði það. Hann hefur kennt mér ýmislegt í gegnum tíðina, eftir leiki og æfingar. Það er bara enn betra að hafa hann á hliðarlínunni," segir Sveinn Aron.

Sveinn er hjá Spezia í ítölsku B-deildinni en hefur verið límdur við bekkinn og fengið fá tækifæri.

„Ég hef ekki fengið nægilega margar mínútur og liðinu gengur ekki eins vel og við vildum. Kannski er það bara þolinmæði, bíða eftir því að fá tækifærið og vera þá tilbúinn," segir Sveinn Aron.
Athugasemdir
banner