Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
   mán 14. október 2019 11:47
Elvar Geir Magnússon
Sveinn Aron: Finnst við hafa betri leikmenn og betra lið
Sveinn Aron Guðjohnsen.
Sveinn Aron Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland og Írland mætast á morgun í undankeppni EM U21 landsliða. Leikurinn verður klukkan 15:00 á Víkingsvelli.

Ísland er með sex stig í riðlinum eftir þrjá leiki en liðið tapaði illa 5-0 fyrir Svíþjóð síðasta laugardag.

Sveinn Aron Guðjohnsen, sóknarmaður Íslands, spjallaði stuttlega við Fótbolta.net fyrir æfingu í dag.

„Það er gott að fá leik svona strax á eftir. Við áttum bara lélegan leik gegn Svíþjóð. Það vantaði upp á allt hjá okkur í þeim leik," segir Sveinn Aron.

„Við ætlum okkur í næsta leik og taka þrjú stig. Írarnir hafa verið góðir en mér finnst við eiga góða möguleika. Það sem ég hef séð þá tel ég okkur hafa betri leikmenn og vera betra lið."

Eiður Smári, pabbi Sveins, er aðstoðarþjálfari U21 landsliðsins. Sveinn segir að það sé ekkert skrítið að hafa pabba sinn í teyminu.

„Ég hélt fyrst að það yrði það. Hann hefur kennt mér ýmislegt í gegnum tíðina, eftir leiki og æfingar. Það er bara enn betra að hafa hann á hliðarlínunni," segir Sveinn Aron.

Sveinn er hjá Spezia í ítölsku B-deildinni en hefur verið límdur við bekkinn og fengið fá tækifæri.

„Ég hef ekki fengið nægilega margar mínútur og liðinu gengur ekki eins vel og við vildum. Kannski er það bara þolinmæði, bíða eftir því að fá tækifærið og vera þá tilbúinn," segir Sveinn Aron.
Athugasemdir
banner
banner
banner