Vinicius Jr færist nær því að vera áfram hjá Real - Liverpool gæti gert janúartilboð í Semenyo
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
banner
   fim 14. október 2021 13:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sölvi Geir: Náttúrulega rosalegur bónus
Eiga stóran þátt í velgengni okkar upp á síðkastið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net ræddi við Sölvi Geir Ottesen, fyrirliða Víkings, í dag. Framundan er bikarúrslitaleikur Víkings og ÍA og jafnframt síðasti leikur Sölva á ferlinum.

Sölvi er 37 ára gamall varnarmaður, uppalinn Víkingur og sneri til baka úr atvinnumennsku fyrir tímabilið 2018.

„Mér líst mjög vel á þetta, búnar að vera tvær langar vikur en það fer að koma að þessu. Við Víkingar erum vel stemmdir, búnir að æfa vel og með spennustigið á réttum stað," sagði Sölvi.

Víkingur varð Íslandsmeistari í ár og getur með sigri á laugardaginn unnið tvennuna. Hversu mikla þýðingu hefði það fyrir Sölva að enda ferilinn á því að vinna tvennuna?

„Það er náttúrulega rosalegur bónus að geta endað ferilinn bæði sem Íslands- og bikarmeistari. Það hefur mikla þýðingu og ég geri allt í mínu valdi til að það gerist."

Hversu mikilvægt er að fá góðan stuðning úr stúkunni?

„Það er gífurlega mikilvægt eins og hefur sýnt sig hjá okkur Víkingum. Þeir eru búnir að vera frábærir og eiga stóran þátt í velgengni okkar upp á síðkastið. Ég vona að þeir mæti á völlinn og haldi áfram að styðja okkur því það hjálpar okkur leikmönnum."

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan
Er Liverpool betur borgið ef það rekur Arne Slot?
Athugasemdir
banner
banner