Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fim 14. október 2021 13:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sölvi Geir: Náttúrulega rosalegur bónus
Eiga stóran þátt í velgengni okkar upp á síðkastið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net ræddi við Sölvi Geir Ottesen, fyrirliða Víkings, í dag. Framundan er bikarúrslitaleikur Víkings og ÍA og jafnframt síðasti leikur Sölva á ferlinum.

Sölvi er 37 ára gamall varnarmaður, uppalinn Víkingur og sneri til baka úr atvinnumennsku fyrir tímabilið 2018.

„Mér líst mjög vel á þetta, búnar að vera tvær langar vikur en það fer að koma að þessu. Við Víkingar erum vel stemmdir, búnir að æfa vel og með spennustigið á réttum stað," sagði Sölvi.

Víkingur varð Íslandsmeistari í ár og getur með sigri á laugardaginn unnið tvennuna. Hversu mikla þýðingu hefði það fyrir Sölva að enda ferilinn á því að vinna tvennuna?

„Það er náttúrulega rosalegur bónus að geta endað ferilinn bæði sem Íslands- og bikarmeistari. Það hefur mikla þýðingu og ég geri allt í mínu valdi til að það gerist."

Hversu mikilvægt er að fá góðan stuðning úr stúkunni?

„Það er gífurlega mikilvægt eins og hefur sýnt sig hjá okkur Víkingum. Þeir eru búnir að vera frábærir og eiga stóran þátt í velgengni okkar upp á síðkastið. Ég vona að þeir mæti á völlinn og haldi áfram að styðja okkur því það hjálpar okkur leikmönnum."

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan
Mun ráðningin á Hemma Hreiðars reynast farsæl fyrir Val?
Athugasemdir
banner
banner