Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   fim 14. október 2021 13:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sölvi Geir: Náttúrulega rosalegur bónus
Eiga stóran þátt í velgengni okkar upp á síðkastið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net ræddi við Sölvi Geir Ottesen, fyrirliða Víkings, í dag. Framundan er bikarúrslitaleikur Víkings og ÍA og jafnframt síðasti leikur Sölva á ferlinum.

Sölvi er 37 ára gamall varnarmaður, uppalinn Víkingur og sneri til baka úr atvinnumennsku fyrir tímabilið 2018.

„Mér líst mjög vel á þetta, búnar að vera tvær langar vikur en það fer að koma að þessu. Við Víkingar erum vel stemmdir, búnir að æfa vel og með spennustigið á réttum stað," sagði Sölvi.

Víkingur varð Íslandsmeistari í ár og getur með sigri á laugardaginn unnið tvennuna. Hversu mikla þýðingu hefði það fyrir Sölva að enda ferilinn á því að vinna tvennuna?

„Það er náttúrulega rosalegur bónus að geta endað ferilinn bæði sem Íslands- og bikarmeistari. Það hefur mikla þýðingu og ég geri allt í mínu valdi til að það gerist."

Hversu mikilvægt er að fá góðan stuðning úr stúkunni?

„Það er gífurlega mikilvægt eins og hefur sýnt sig hjá okkur Víkingum. Þeir eru búnir að vera frábærir og eiga stóran þátt í velgengni okkar upp á síðkastið. Ég vona að þeir mæti á völlinn og haldi áfram að styðja okkur því það hjálpar okkur leikmönnum."

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan
Tekst Íslandi að komast í HM umspilið?
Athugasemdir
banner
banner