Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu: Barcelona vill halda Rashford - Chelsea leiðir baráttuna um Vinicius
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   fim 14. október 2021 13:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sölvi Geir: Náttúrulega rosalegur bónus
Eiga stóran þátt í velgengni okkar upp á síðkastið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net ræddi við Sölvi Geir Ottesen, fyrirliða Víkings, í dag. Framundan er bikarúrslitaleikur Víkings og ÍA og jafnframt síðasti leikur Sölva á ferlinum.

Sölvi er 37 ára gamall varnarmaður, uppalinn Víkingur og sneri til baka úr atvinnumennsku fyrir tímabilið 2018.

„Mér líst mjög vel á þetta, búnar að vera tvær langar vikur en það fer að koma að þessu. Við Víkingar erum vel stemmdir, búnir að æfa vel og með spennustigið á réttum stað," sagði Sölvi.

Víkingur varð Íslandsmeistari í ár og getur með sigri á laugardaginn unnið tvennuna. Hversu mikla þýðingu hefði það fyrir Sölva að enda ferilinn á því að vinna tvennuna?

„Það er náttúrulega rosalegur bónus að geta endað ferilinn bæði sem Íslands- og bikarmeistari. Það hefur mikla þýðingu og ég geri allt í mínu valdi til að það gerist."

Hversu mikilvægt er að fá góðan stuðning úr stúkunni?

„Það er gífurlega mikilvægt eins og hefur sýnt sig hjá okkur Víkingum. Þeir eru búnir að vera frábærir og eiga stóran þátt í velgengni okkar upp á síðkastið. Ég vona að þeir mæti á völlinn og haldi áfram að styðja okkur því það hjálpar okkur leikmönnum."

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan
Er rétt ákvörðun hjá Man Utd að láta Amorim taka pokann sinn?
Athugasemdir
banner
banner