Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
banner
   mán 14. október 2024 22:01
Stefán Marteinn Ólafsson
Arnór Ingvi: Mjög auðvelt að hlaupa hliðarlínuna og skoða þetta bara
Icelandair
Arnór Ingvi Traustason
Arnór Ingvi Traustason
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Íslenska karlalandsliðið tapaði fyrir Tyrklandi, 4-2, í B-deild Þjóðadeildar Evrópu á Laugardalsvelli í kvöld í gríðarlega fjörugum leik þar sem umdeild dómgæsla stal sviðsljósinu.


Lestu um leikinn: Ísland 2 -  4 Tyrkland

„Í 2-2 finnst mér við vera með þá. Eftir mjög opin leik framan af eða seinni hálfleikur var mjög opin og við hleyptum honum upp á köflum í smá vitleysu. Í 2-2 fannst mér við vera með þá en þetta fór sem fór en þetta eru stór mistök sem að kosta okkur en svona er fótboltinn." Sagði Arnór Ingvi Traustason leikmaður Íslenska liðsins eftir leikinn í kvöld.

„Við komumst í 1-0 frekar snemma og höldum í það. Gerum það vel og erum þéttir en í seinni hálfleik fáum við á okkur mark frekar snemma og náum ekki að komast aftur. Þeir fá víti aftur, fá tvö víti og VAR dómar." 

„Þetta var frekar þungt framan af og við hleypum þessu upp í smá vitleysu stundum en eins og ég segi þá 2-2, við náum því inn með því að fara bara aðeins hærra á völlinn og þetta er bara svolítið þungt." 

Dómarar leiksins settu sinn svip á leikinn. 

„Frá mínu sjónarhorni finnst mér þetta fara í hendina á honum. Hann [dómarinn] hefði alveg mátt kíkja í skjáinn og skoða þetta allavega sjálfur og taka svo ákvörðun hvort þetta sé víti eða ekki." 

Dómari leiksins fór tvívegis í skjáinn í atvikum Tyrkja en en var ekki sendur í skjáinn þegar Merih Demiral virðist verja boltann með hendi á línu eftir skot Orra Steins sem var furðuleg ákvörðun miðað við gefna línu í leiknum. 

„Mér finnst það. Maður getur endalaust grenjað yfir þessu og verið fúll og eitthvað en eins og ég segi þá er þetta grautfúlt bara. Hann getur farið og skoðað þetta bara. Það er mjög auðvelt að hlaupa hliðarlínuna og skoða þetta bara."

Nánar er rætt við Arnór Ingva Traustason í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner