Nóg af Amorim tengdu slúðri - Arsenal horfir til Bayern - Chelsea horfir til Lecce - Gerrard ætlar að berjast
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
banner
   mán 14. október 2024 22:01
Stefán Marteinn Ólafsson
Arnór Ingvi: Mjög auðvelt að hlaupa hliðarlínuna og skoða þetta bara
Icelandair
Arnór Ingvi Traustason
Arnór Ingvi Traustason
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Íslenska karlalandsliðið tapaði fyrir Tyrklandi, 4-2, í B-deild Þjóðadeildar Evrópu á Laugardalsvelli í kvöld í gríðarlega fjörugum leik þar sem umdeild dómgæsla stal sviðsljósinu.


Lestu um leikinn: Ísland 2 -  4 Tyrkland

„Í 2-2 finnst mér við vera með þá. Eftir mjög opin leik framan af eða seinni hálfleikur var mjög opin og við hleyptum honum upp á köflum í smá vitleysu. Í 2-2 fannst mér við vera með þá en þetta fór sem fór en þetta eru stór mistök sem að kosta okkur en svona er fótboltinn." Sagði Arnór Ingvi Traustason leikmaður Íslenska liðsins eftir leikinn í kvöld.

„Við komumst í 1-0 frekar snemma og höldum í það. Gerum það vel og erum þéttir en í seinni hálfleik fáum við á okkur mark frekar snemma og náum ekki að komast aftur. Þeir fá víti aftur, fá tvö víti og VAR dómar." 

„Þetta var frekar þungt framan af og við hleypum þessu upp í smá vitleysu stundum en eins og ég segi þá 2-2, við náum því inn með því að fara bara aðeins hærra á völlinn og þetta er bara svolítið þungt." 

Dómarar leiksins settu sinn svip á leikinn. 

„Frá mínu sjónarhorni finnst mér þetta fara í hendina á honum. Hann [dómarinn] hefði alveg mátt kíkja í skjáinn og skoða þetta allavega sjálfur og taka svo ákvörðun hvort þetta sé víti eða ekki." 

Dómari leiksins fór tvívegis í skjáinn í atvikum Tyrkja en en var ekki sendur í skjáinn þegar Merih Demiral virðist verja boltann með hendi á línu eftir skot Orra Steins sem var furðuleg ákvörðun miðað við gefna línu í leiknum. 

„Mér finnst það. Maður getur endalaust grenjað yfir þessu og verið fúll og eitthvað en eins og ég segi þá er þetta grautfúlt bara. Hann getur farið og skoðað þetta bara. Það er mjög auðvelt að hlaupa hliðarlínuna og skoða þetta bara."

Nánar er rætt við Arnór Ingva Traustason í spilaranum hér fyrir ofan.


Landslið karla - Þjóðadeild
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Tyrkland 4 3 1 0 8 - 3 +5 10
2.    Wales 4 2 2 0 5 - 3 +2 8
3.    Ísland 4 1 1 2 7 - 9 -2 4
4.    Svartfjallaland 4 0 0 4 1 - 6 -5 0
Athugasemdir
banner
banner