Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 14. nóvember 2019 13:00
Magnús Már Einarsson
Óli Jó bauðst til að hætta með Val í sumar
Ólafur Jóhannesson.
Ólafur Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Jóhannesson, nýráðinn þjálfari Stjörnunnar, tjáði sig um viðskilnað sinn við Val í þættinum Fantasy Gandalf í dag.

Ólafur varð tvívegis Íslandsmeistari og tvívegis bikarmeistari með Val en hann fékk ekki nýjan samning hjá félaginu eftir nýliðið tímabil þar sem 6. sætið varð niðurstaðan.

„Ég vildi starfa áfram hjá Val. Ég átti góðan tíma þar og fannst gaman þar," sagði Ólafur í Fantasy Gandalf. „Auðvitað var ég fúll með gengi liðsins og vildi bæta fyrir það. Þegar fór að líða á þá var ljóst að þeir höfðu ekki áhuga á mér og þá hafði ég auðvitað ekki áhuga á að vera áfram þar heldur."

Eftir vont gengi Vals í byrjun móts bauðst Ólafur til að hætta sem þjálfari liðsins.

„Við byrjuðum mótið illa og það gekk ekki vel. Ég fór meira segja til Barkar á ákveðnum tímapunkti og spurði hvort ég ætti að hætta þessu. Hann sagði að það kæmi ekki til greina. Þeir stóðu mér mér lungann af tímanum þó að þeir hafi ekki gert það allan tímann," sagði Ólafur.

Heimir Guðjónsson tók við Val í haust en Ólafur var í síðustu viku ráðinn þjálfari Stjörnunnar þar sem hann mun starfa með Rúnari Páli Sigmunssyni.

Í þættinum greinir Ólafur frá því að Heimir hafi hringt í sig þegar Valur hafði samband við hann. Ólafur fékk að vita þegar tvær vikur voru eftir af Íslandsmótinu að hann myndi ekki vera áfram með liðið.


Athugasemdir
banner
banner