Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 14. nóvember 2022 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Hætti við að fara til Man City eftir símtal frá Ferguson
Sir Alex Ferguson og Cristiano Ronaldo
Sir Alex Ferguson og Cristiano Ronaldo
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United, var nálægt því að ganga í raðir Manchester City á síðasta ári en símtal frá Sir Alex Ferguson breytti öllu.

Ronaldo var í leit að nýju ævintýri eftir að hafa gert frábæra hluti fyrir Juventus.

Það voru nokkur járn í eldinum en eftir að hafa hugleitt málið var það ákveðið að hann færi til Manchester City.

Það þótti fremur óvænt í ljósi þess að hann spilaði í sex ár með nágrönnum þeirra í Manchester United, en Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóri United, sá til þess að Ronaldo myndi ekki svíkja lit.

„Það hefur ekkert breyst hér síðan Sir Alex fór. Ég fylgdi hjartanu þegar ég ákvað að snúa aftur til Manchester United,“ sagði Ronaldo í viðtali við breska sjónvarpsmanninn Piers Morgan.

„Sir Alex Ferguson sagði við mig: „Það er ómögulegt fyrir þig að fara til Manchester City",“ sagði Ronaldo sem svaraði fyrrum stjóra sínum og samþykkti svo að ganga aftur í raðir United.

Sjá einnig:
Man Utd ætlar ekki að tjá sig um Ronaldo í kvöld
Carragher: 99 prósent af stuðningsfólki Man Utd mun styðja Ten Hag
Öfundsjúkur Rooney - „Ætla ekki að segja að ég líti betur en hann en það er samt sannleikurinn
Ronaldo opnar sig í viðtali við Piers Morgan: Man Utd sveik mig og gerði mig að svörtum sauð
Athugasemdir
banner
banner