Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 14. desember 2019 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Marca: Emery neitað Everton og tveimur kínverskum félögum
Mynd: Getty Images
Samkvæmt heimildum spænska miðilsins Marca, hefur Unai Emery, fyrrum stjóri Arsenal, neitað tilboði frá Everton um að gerast næsti stjóri félagsins.

Emery var látinn fara frá Arsenal undir lok nóvember mánaðar en hann er ekki að drífa sig í annað starf.

Hann neitaði Everton þar sem honum finnst of stutt síðan hann stýrði öðru félagi í úrvalsdeildinni.

Hann hefur þá einnig fengið tvö símtöl frá kínverskum félögum en Marca greinir ekki frá því hvað félög það eru. Emery neitaði báðum tilboðunum.

Hann er sagður vilja bíða eftir liði sem hann hefur trú á að geti unnið titla.
Athugasemdir
banner
banner
banner