Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
banner
   mán 15. febrúar 2021 22:53
Anton Freyr Jónsson
Eiríkur Raphael: Þessi klúbbur á að vera í 3.deildinni
Eiríkur Raphael Elvy, þjálfari Árborgar.
Eiríkur Raphael Elvy, þjálfari Árborgar.
Mynd: Sunnlenska.is
Elliði og Árborg mættust á Würth-vellinum í Árbænum í úrslitaleik C-deildar í Fótbolta.net mótinu.

Jafnræði var með liðunum allt þar til á 84. mínútu þegar Pétur Óskarsson slapp einn í gegn og kom Elliða yfir.

Það var svo á 90.mínútu sem Ellíði fékk vítarspyrnu og Óskar Arnarsson fór á punktinn og skoraði og lokatölur 2-0 fyrir Elliða.

Eiríkur Raphael Elvy þjálfari Árborgar var nokkuð sáttur þrátt fyrir svekkjandi tap í kvöld.

„Já, við vorum með leikinn svona 80. mínútur og erum bara búnir að vera flottir varnarlega. Koma þarna mistök í uppspili og þeir refsa okkur fyrir það."

„Strákarnir stóðu sig frábærlega og ég er mjög ánæðgur með þá. Við erum á réttri leið því þessi klúbbur á að vera í þriðju deildinni að mínu mati."

„Vonandi náum við að byggja ofan á þetta mót. Varnarleikurinn var frábær í þessu móti og svo þurfum við bara að vinna meira með sóknarleikinn."

Eiríkur segist taka margt jákvætt út úr þessu móti sem hægt er að byggja ofan á.

„Þetta er frábært mót til að fá á þessum tímapunkti, frábærir leikir sem við erum að fá. Fyrir okkur var þetta frábært og við byggjum bara ofan á þetta og næst er það bara Lengjubikarinn og vonandi æfingaferð og eitthvað skemmtilegt."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner