Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 15. maí 2020 23:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tímabilið búið í ensku Ofurdeildinni?
Mynd: Getty Images
Það eru allar líkur á því að tímabilið verði stytt í ensku Ofurdeildinni, efstu deildinni kvennamegin, og þegar sú ákvörðun verður samþykkt þá verði tímabilinu lokið.

Kostnaðurinn við að hefja leik á ný er of mikill og telja deildarsamtökin það ekki vera þess virði að klára þá leiki sem eftir eru.

Enn á þó eftir að samþykkja það að ljúka tímabilinu en ákvörðun verður líklega tekin í næstu viku. Fróðlegt verður að sjá hvaða ákvörðun verðu tekin þegar kemur að því að ákveða lokaniðurstöðu liðanna í deildinni.

Í dag var ákveðið að D-deildinni karlamegin væri lokið og lokaniðurstaðan í töflunni sú að stig liða uppreiknast með því að nýta meðalfjölda stiga, hjá hverju liði fyrir sig, úr þeim leikjum sem þegar er búið að leika.

Manchester City er á toppnum í deildinni með 40 stig eftir sextán leiki á meðan Chelsea er með 39 stig eftir fimmtán leiki. Chelsea myndi færast uppfyrir City ef meðaltal stiga yrði notað til að ákveða niðurstöðu deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner