Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 15. maí 2021 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Carson setti met í gær - Tíu ár frá síðasta úrvalsdeildarleik
Scott Carson fékk loksins tækifærið
Scott Carson fékk loksins tækifærið
Mynd: EPA
Scott Carson, markvörður Manchester City, var óvænt í byrjunarliði liðsins í 4-3 sigrinum á Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í gær en hann hafði ekki spilað í deildinni í tíu ár.

Carson, sem er 35 ára gamall, hefur verið á láni frá Derby County síðustu tvö árin en aldrei spilað leik fyrir City.

Hann hefur verið þriðji markvörður liðsins og verið Ederson og Zack Steffen til halds og trausts og miðlað reynslu sinni áfram en fékk að spila gegn Newcastle í gær.

Pep Guardiola, stjóri City, sagði við fjölmiðla að þetta hafi verið verðskuldað tækifæri fyrir Carson sem hefur verið mikill leiðtogi í klefanum en Carson spilaði síðast í úrvalsdeildinni með WBA árið 2011.

Það hefur aldrei gerst í úrvalsdeildinni áður að það líði tíu ár á milli leikja hjá markvörðum.

„Ég er í skýjunum með að hafa fengið að spila. Það var möguleiki á að fá leik á síðasta tímabili en Ederson var að berjast um gullhanskann. Markmannsþjálfarinn sagði mér fréttirnar í gær og ég var auðvitað hæstánægður. Ég hélt að dagar mínir í úrvalsdeildinni væru taldir en ég gafst aldrei upp og fékk loksins tækifærið," sagði Carson.
Athugasemdir
banner
banner
banner