Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 15. júní 2021 19:44
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Berglind Björg: Það var einhver barátta þarna og ég náði að klobba hana
Icelandair
Berglind Björg Þorvaldsdóttir
Berglind Björg Þorvaldsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Berglind Björg Þorvaldsdóttir byrjaði fremst hjá íslenska landsliðinu í dag sem lék vináttulandsleik við Írland á Laugardalsvelli.

Ísland vann leikinn 2-0 en þetta er seinni leikur liðanna í þessu landsliðsverkefni. Fyrri leikurinn var á föstudaginn og endaði 3-2 fyrir Ísland.

Berglind kom Íslandi yfir á 53. mínútu eftir sendingu frá Andreu Rán.

„Ég held að þetta hafi verið sending frá Andreu, ég einhvern veginn næ að taka við honum og klobba markmanninn held ég. Það var einhver barátta þarna og ég náði að klobba hana," sagði Berglind um markið.

Berglind Björg er leikmaður Le Havre sem féll úr frönsku deildinni sem kláraðist fyrir rúmlega mánuði síðan. En hvernig er framhaldið hjá Berglindi?

„Planið er að fara um miðjan júlí eins og staðan er núna, ég get í rauninni ekki sagt neitt meira. Ég tek allavega frí núna í nokkra daga og síðan fæ ég kannski að æfa með Breiðablik áður en ég fer út," sagði Berglind að lokum.
Athugasemdir
banner
banner