Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 15. júní 2021 22:31
Victor Pálsson
Þurfa að byggja liðið í kringum Havertz
Mynd: Getty
Þýskaland þarf að byggja landslið sitt í kringum Kai Havertz að sögn fyrrum miðjumannsins Dietmar Hamann.

Havertz spilar með Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag eftir að hafa komið frá Bayer Leverkusen í Þýskalandi.

Havertz átti ágætis fyrsta tímabil á Englandi en var þó helst góður í Meistaradeildinni þar sem enska liðið fagnaði sigri.

Hann spilaði með Þýskalandi á EM í kvöld sem tapaði 1-0 gegn Frökkum.

„Hann er magnaður leikmaður. Þegar hann var 17 ára gamall hélt hann Leverkusen uppi með einu marki," sagði Hamann.

„Hann hefur byrjað hægt á Englandi en eins og þið sjáið í Meistaradeildinni þá er hann frábær leikmaður."

„Hann á frábærar sendingar og tekur góðar ákvarðanir. Hann getur notað báðar lappir og klárar færin vel."

„Hann er aðalmaðurinn hjá Þýskalandi í þessu móti og í næstu tveimur eða þremur. Við verðum að byggja liðið í kringum hann."
Athugasemdir
banner
banner
banner