Aké hafnar West Ham - Johnson að skrifa undir hjá Palace - Úrvalsdeildarfélög vilja Nwaneri - Man Utd skoðar Mateta - Vuskovic vekur áhuga
banner
   mán 15. júlí 2019 08:00
Arnar Helgi Magnússon
Dier ekki með Tottenham til Asíu
Undirbúningstímabilið hjá ensku úrvalsdeildarliðunum er hafið. Sum lið nýta tímann á Englandi á meðan önnur ferðast um heiminn og leika æfingaleiki.

Tottenham er á leiðinni til Asíu þar sem að liðið mun annarsvegar dvelja í Shanghai og hinsvegar í Singapúr.

Enski miðjumaðurinn, Eric Dier, mun ekki ferðast með liðinu vegna meiðsla sem að hann er enn að jafna sig á.

Þetta eru meiðsli sem eru búin að vera að hrjá hann meira og minna alla leiktíðina. Hann lék einungis átján leiki í ensku úrvalsdeildinni. Um er að ræða nárameiðsli.

Mauricio Pochettino tekur því enga áhættu og leyfir Eric Dier að jafna sig á meiðslunum enn betur.
Athugasemdir
banner
banner