29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
banner
   mán 15. júlí 2024 22:15
Stefán Marteinn Ólafsson
Ísak Óli: Særð dýr koma alltaf og bíta frá sér
Ísak Óli Ólafsson varnarmaður FH
Ísak Óli Ólafsson varnarmaður FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

FH tóku á móti HK í 14.umferð Bestu deildar karla á Kaplakrikavelli í kvöld. 

FH gat með sigri lyft sér upp í 4.sæti deildarinnar sem þeir svo gerðu með því að leggja HK af velli hér í kvöld.


Lestu um leikinn: FH 3 -  1 HK

„Virkilega mikilvægt að vinna þennan leik. Mér fannst HK-ingarnir góðir í dag. Þeir gerðu þetta mjög erfitt fyrir okkur. Hrikalega sætt að ná að klára þennan leik." Sagði Ísak Óli Ólafsson varnarmaður FH eftir leikinn í kvöld.

HK fengu slæma útreið í síðustu umferð og voru FH tilbúnir að mæta þeim dýrvitlausum í kvöld.

„Já við vissum að HK væru miklu sterkari en 8-0 á móti ÍA og við fórum vel yfir þá í vikunni. Við vissum að þeir yrðu særðir og særð dýr koma alltaf og bíta frá sér sem að þeir gerðu í dag. Þeir voru flottir og bara kredit á þá að koma tilbaka." 

Ísak Óli skoraði sitt fyrsta mark fyrir FH í dag og fannst honum hann búin að skulda markið fyrir FH.

„Við erum búnir að vera æfa þetta. Akkurat þetta sem að við skoruðum úr í dag og mér fannst ég bara skulda mark útaf ég er búin að fá nokkur færi. Erum reyndar búnir að skora nokkrum sem að ég skalla hann og svo skorum við eftir því en mér fannst ég skulda mark." 

Nánar er rætt við Ísak Óla Ólafsson í spilaranum hér fyrir neðan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir