Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
   mán 15. júlí 2024 22:15
Stefán Marteinn Ólafsson
Ísak Óli: Særð dýr koma alltaf og bíta frá sér
Ísak Óli Ólafsson varnarmaður FH
Ísak Óli Ólafsson varnarmaður FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

FH tóku á móti HK í 14.umferð Bestu deildar karla á Kaplakrikavelli í kvöld. 

FH gat með sigri lyft sér upp í 4.sæti deildarinnar sem þeir svo gerðu með því að leggja HK af velli hér í kvöld.


Lestu um leikinn: FH 3 -  1 HK

„Virkilega mikilvægt að vinna þennan leik. Mér fannst HK-ingarnir góðir í dag. Þeir gerðu þetta mjög erfitt fyrir okkur. Hrikalega sætt að ná að klára þennan leik." Sagði Ísak Óli Ólafsson varnarmaður FH eftir leikinn í kvöld.

HK fengu slæma útreið í síðustu umferð og voru FH tilbúnir að mæta þeim dýrvitlausum í kvöld.

„Já við vissum að HK væru miklu sterkari en 8-0 á móti ÍA og við fórum vel yfir þá í vikunni. Við vissum að þeir yrðu særðir og særð dýr koma alltaf og bíta frá sér sem að þeir gerðu í dag. Þeir voru flottir og bara kredit á þá að koma tilbaka." 

Ísak Óli skoraði sitt fyrsta mark fyrir FH í dag og fannst honum hann búin að skulda markið fyrir FH.

„Við erum búnir að vera æfa þetta. Akkurat þetta sem að við skoruðum úr í dag og mér fannst ég bara skulda mark útaf ég er búin að fá nokkur færi. Erum reyndar búnir að skora nokkrum sem að ég skalla hann og svo skorum við eftir því en mér fannst ég skulda mark." 

Nánar er rætt við Ísak Óla Ólafsson í spilaranum hér fyrir neðan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner