City og Real með augu á Olise - Bentancur að framlengja við Tottenham - Saka fær launahækkun
Guðni Eiríks: Skortur á fókus
Thelma Karen: Það verður fróðlegt að sjá sendingarhlutfallið
Arnar: Hver hefði trúað því eftir Kósovó leikina?
Álfhildur Rósa: Við samgleðjumst honum heldur betur
Einar Guðna: Þetta var þroskuð frammistaða
Nik: Aðal fókusinn er Breiðablik
Óli Kristjáns: Þetta snerist ekkert um það
Segir þetta varla gerast súrara - „Þú getur hringt í mig á morgun“
„Skuldum stuðningsmönnunum að taka á móti titlinum heima eftir tapið í fyrra“
Jökull óskar Víkingum til hamingju með titilinn: „Ekkert sálfræðistríð í því“
Gylfi: Ef við klárum þetta þá verður þetta sætara
Sigurjón um Rúnar: Einn besti þjálfari á landinu, ef ekki sá besti
Túfa: Alltof margir dottnir úr liðinu
Helgi Sig: Fjórða sætið er innan seilingar
Hrannar Snær: Við ætlum að halda okkur uppi
Birnir Snær: 5-10 mínútur þar sem við vorum ekki seigir
Haddi Jónasar: Ég ætla ekki að henda Tönning undir rútuna
Maggi Már: Strætó #15 rúllar í gegnum allan Mosfellsbæinn og fer beint niður á Meistaravelli og stoppar þar fyrir utan
Muhamed Alghoul: Sýndum afhverju við eigum skilið að ná þessu markmiði okkar
Frans Elvarsson: Gaman að loksins vinna á þessum velli
   mán 15. júlí 2024 22:15
Stefán Marteinn Ólafsson
Ísak Óli: Særð dýr koma alltaf og bíta frá sér
Ísak Óli Ólafsson varnarmaður FH
Ísak Óli Ólafsson varnarmaður FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

FH tóku á móti HK í 14.umferð Bestu deildar karla á Kaplakrikavelli í kvöld. 

FH gat með sigri lyft sér upp í 4.sæti deildarinnar sem þeir svo gerðu með því að leggja HK af velli hér í kvöld.


Lestu um leikinn: FH 3 -  1 HK

„Virkilega mikilvægt að vinna þennan leik. Mér fannst HK-ingarnir góðir í dag. Þeir gerðu þetta mjög erfitt fyrir okkur. Hrikalega sætt að ná að klára þennan leik." Sagði Ísak Óli Ólafsson varnarmaður FH eftir leikinn í kvöld.

HK fengu slæma útreið í síðustu umferð og voru FH tilbúnir að mæta þeim dýrvitlausum í kvöld.

„Já við vissum að HK væru miklu sterkari en 8-0 á móti ÍA og við fórum vel yfir þá í vikunni. Við vissum að þeir yrðu særðir og særð dýr koma alltaf og bíta frá sér sem að þeir gerðu í dag. Þeir voru flottir og bara kredit á þá að koma tilbaka." 

Ísak Óli skoraði sitt fyrsta mark fyrir FH í dag og fannst honum hann búin að skulda markið fyrir FH.

„Við erum búnir að vera æfa þetta. Akkurat þetta sem að við skoruðum úr í dag og mér fannst ég bara skulda mark útaf ég er búin að fá nokkur færi. Erum reyndar búnir að skora nokkrum sem að ég skalla hann og svo skorum við eftir því en mér fannst ég skulda mark." 

Nánar er rætt við Ísak Óla Ólafsson í spilaranum hér fyrir neðan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner