Newcastle gæti selt Isak fyrir 83 milljónir punda - Atletico hefur áhuga á Ndidi - Huijsen orðaður við Liverpool
„Ég þurfti að fylgja hjartanu og það leitaði heim"
Ekki stoppistöð Víkinga - „Ætlum að skrifa söguna ennþá meira"
Sölvi: Hjartað sem þeir sýndu allan leikinn og slökktu aldrei á sér
Matti Villa: Þurfum að kalla hann 'scoring machine' og hann mun elska það
Davíð Atla um fyrsta Evrópumarkið: Fáránlegt þegar ég heyri þig segja þetta
Sverrir Ingi: Vissi þetta fyrirfram því ég þekki íslensku geðveikina og hugarfarið
Helgi Guðjóns eftir sögulegan sigur: Ætlaði ekki að trúa þessu
Sjáðu myndbandið sem Víkingar horfðu á í klefanum
Ekki alveg partur af handriti Hauks - „Töldum þetta best fyrir minn feril"
Formaðurinn spenntur: Risastór stund í íslenskum íþróttum
Björn Bjartmarz bjartsýnn: Besta ráðning félagsins
Danijel Djuric: Hann er með öðruvísi DNA
Sölvi daginn fyrir leikinn stóra: Þurfum á hlaupurum að halda
Anton Logi: Ég vildi bara fara burt og koma heim
Ari segir Víking ráða: Ég er ekkert ódýr
„Þetta er það eina sem við höfum hugsað um“
„Innst inni held ég að allir hafi skilning fyrir þessu“
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
banner
   mán 15. júlí 2024 22:49
Sölvi Haraldsson
Jón Þór svekktur út í sjálfan sig: Var pínu hikandi að taka menn útaf
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta var þungur skellur en núna þurfum við að koma okkur strax á fætur. Við voru gífurlega ólíkir okkur í fyrri hálfleik. Ég var ánægður með það hvernig við komum út í seinni hálfleikinn og þjörmuðum að þeim. En það féll ekki með okkur. Við óskum Fylkismönnum til hamingju með þennan sigur, þeir voru virkilega öflugir hér í dag.“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari Skagamanna, eftir 3-0 tap hans manna á Fylki í Árbænum í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  0 ÍA

Jón Þór var alls ekki sáttur með frammistöðu sinna manna í fyrri hálfleiknum og talar um að þeir hafi verið ólíkir sjálfum sér.

„Það má segja að við höfum bara ekki náð að sýna okkar rétta andlit í fyrri hálfleik. Það vantaði töluvert upp á baráttu, dugnað og vilja, og bara það sem gerir okkur að góðu liði.“

„Við vorum ólíkir sjálfum okkur í fyrri hálfleik hvað þetta varðar. Við vorum að reyna að gera hluti sem við vorum ekki nægilega góðir að gera. Við gerðum það þægilegt fyrir þá að verjast í fyrri hálfleik.“

Skagaþjálfarinn talar um að hans tilfinning hafi verið þannig að eitt Skagamark í stöðunni 2-0 fyrir Fylki hefði breytt leiknum. Hann telur að þeir hefðu jafnað leikinn eftir að hafa minnkað muninn sem gerðist svo ekki.

„Það var mín tilfinning. Jón Gísli á skot í slá og við fáum nokkra góða sénsa sem við náðum ekki að klára. Það gekk ekki í dag. Strákarnir gerðu allt sem þeir gátu til að koma til baka úr slæmri stöðu í fyrri hálfleiknum. Þannig það er margt jákvætt sem ég var ánægður með í seinni hálfleiknum og við þurfum að taka það með okkur og koma okkur aftur á fætur.“

Fyrsta breyting Skagamanna kom ekki fyrr en eftir 3-0 markið en Jón Þór er svekktur út í sjálfan sig eftir leik að hafa ekki gert breytingu fyrr.

Í raun og veru var ég svekktur út í sjálfan mig í leikslok að hafa ekki gert taktíska breytingu fyrr. Að koma mönnum inn á. Mér fannst ekki ástæða til að kippa mönnum útaf því við vorum að skapa okkur færi og við vorum að komast í fínar stöður. Ég hefði átt að fjölga mönnunum inn í teig fyrr. Ég var pínu hikandi að taka menn útaf því mér fannst við vera að skapa okkur nóg til að koma til baka inn í leikinn.

Viðtalið við Jón Þór má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner