Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   þri 15. september 2020 20:03
Gunnar Karl Haraldsson
Binni Skúla: Vorum með einn 15 ára, einn meiddan og einn í viðbót á bekknum
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er gríðarlega sáttur, náðum varla í lið . Vorum með einn fimmtán ára á bekknum, einn meiddan og einn í viðbót. Ég er hrikalega ánægður með úrslitin í dag," sagði Brynjar Skúlason, þjálfari Leiknis F., eftir jafntefli gegn ÍBV í dag.

Lestu um leikinn: ÍBV 0 -  0 Leiknir F.

Leiknir var eins og Binni segir með þrjá varamenn á bekknum. Binni gerði engar skiptingar í leiknum. Hafði hann engin tök á því?

„Nei eiginlega ekki. Þetta virkaði - gekk upp."

Leiknir jafnaði við Þrótt í 10. sætinu í deildinni, Þróttarar eru með betri markatölu og eiga leik til góða. Er Binni sáttur með stöðuna á liðinu?

„Nei. Ég get ekki sagt að ég sé ánægður, ætluðum okkur ekki að vera í botnbaráttu en við hljótum að eiga skilið að vera á þessum stað. Við erum búnir að vera okkur sjálfum verstir í sumar."

Er Binni sáttur með að hafa haldið út í dag þrátt fyrir að ÍBV hafi fengið frekar mörg færi í leiknum.

„Þeir fengu nokkur hálffæri í leiknum, eru þetta ekki bara sanngjörn úrslit," sagði Binni og glotti.

Nánar er rætt við Binna í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir