Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   sun 15. september 2024 17:37
Haraldur Örn Haraldsson
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var bara barningur. Ég vissi ekki hvernig aðrir leikir fóru, þannig nú heyri ég frá þér, 4. sætið það er bara fínt að klára 22 leiki þar. Leikurinn var ekkert fallegur en við náðum að sigla þessu heim." Segir Rúnar Már Sigurjónsson leikmaður ÍA eftir að liðið hans vann 1-0 sigur á KA í dag.


Lestu um leikinn: ÍA 1 -  0 KA

Rúnar hefur verið mikið frá vegna meiðsla á þessu tímabili en er hetja liðsins í dag, í sínum fyrsta byrjunarliðsleik í langan tíma.

„Ég hef ekkert verið með í sumar í rauninni og í vetur. Þetta er búið að vera mjög erfitt hjá mér, í góðu standi en bara meiðsli að plaga mig. Þannig að núna náði ég loksins að æfa í kannski tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli. Þannig að þá nær maður loksins að spila heilan leik og það er langt síðan ég gerði það. Gott að geta hjálpað liðinu."

Viktor Jónsson liðsfélagi Rúnars fór í viðtal hjá Stöð 2 Sport fyrr á tímabilinu þar sem hann talaði um að ÍA gæti barist um Evrópu sæti. Flestum fannst hann vera full bjartsýnn en raunin er sú þegar lítið er eftir af deildinni að ÍA er í harðri baráttu um þetta Evrópu sæti. 

„Við þurfum bara að fókusa á okkur. Það er fullt af liðum þarna fyrir ofan okkur sem eiga að vera að berjast um þennan titil og við erum næsta liðið. Ég held að það sé bara gott hugarfar í hópnum, það er það sem er að skila okkur í fjórða sætið. Að vera ekki að fara of mikið fram úr okkur, ekki of langt niður eftir slaka leiki. Þannig bara gott hugarfar og við erum tilbúnir að berjast, það er gamla klisjan."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner