Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   þri 15. október 2019 17:45
Elvar Geir Magnússon
Víkingsvelli
Arnar Viðars: Hef meira vit í þjálfunarfræðum en einhver umboðsmaður
Arnar Þór Viðarsson.
Arnar Þór Viðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland vann frábæran 1-0 sigur gegn Írlandi í undankeppni EM U21 landsliða á Víkingsvelli í dag.

„Við vorum mættir til leiks í dag. Strákarnir svöruðu frábærlega og að mestu leyti var þetta nánast fullkominn leikur," segir Arnar Þór Viðarsson, þjálfari U21 landsliðsins.

Írarnir voru pirraðir í leikslok.

„Þjálfaranum leiðist ekki þegar hann sér andstæðinginn vera gjörsamlega brjálaðan. Þeir voru orðnir pirraðir. Þeir héldu að þeir væru komnir til Íslands til að rúlla yfir okkur."

Lestu um leikinn: Ísland U21 1 -  0 Írland U21

Eftir tapleikinn gegn Svíum á laugardag gagnrýndi umboðsmaðurinn Guðlaugur Tómasson opinberlega hvernig uppstilling Arnars var í leiknum. Arnar var spurður út í þá gagnrýni.

„Hefur hann mikla þjálfareynslu þessi umboðsmaður? Ég ætla ekki að skipta mér af því hvernig umboðsmenn sjá um sína leikmenn og ætla ekki að segja þeim hvernig þeir eiga að vinna vinnuna sína. Í guðanna bænum ekki vera að skipta ykkur af því hvernig ég vinn mína vinnu því ég tel mig hafa aðeins meira vit í þjálfunarfræðum en einhver umboðsmaður."

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar tjáir Arnar sig meðal annars um möguleika leikmanna í U21-hópnum á að verða A-landsliðsmenn.
Athugasemdir