Miðjumaður Everton orðaður við Man Utd - Ramos til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   þri 15. október 2019 17:45
Elvar Geir Magnússon
Víkingsvelli
Arnar Viðars: Hef meira vit í þjálfunarfræðum en einhver umboðsmaður
Arnar Þór Viðarsson.
Arnar Þór Viðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland vann frábæran 1-0 sigur gegn Írlandi í undankeppni EM U21 landsliða á Víkingsvelli í dag.

„Við vorum mættir til leiks í dag. Strákarnir svöruðu frábærlega og að mestu leyti var þetta nánast fullkominn leikur," segir Arnar Þór Viðarsson, þjálfari U21 landsliðsins.

Írarnir voru pirraðir í leikslok.

„Þjálfaranum leiðist ekki þegar hann sér andstæðinginn vera gjörsamlega brjálaðan. Þeir voru orðnir pirraðir. Þeir héldu að þeir væru komnir til Íslands til að rúlla yfir okkur."

Lestu um leikinn: Ísland U21 1 -  0 Írland U21

Eftir tapleikinn gegn Svíum á laugardag gagnrýndi umboðsmaðurinn Guðlaugur Tómasson opinberlega hvernig uppstilling Arnars var í leiknum. Arnar var spurður út í þá gagnrýni.

„Hefur hann mikla þjálfareynslu þessi umboðsmaður? Ég ætla ekki að skipta mér af því hvernig umboðsmenn sjá um sína leikmenn og ætla ekki að segja þeim hvernig þeir eiga að vinna vinnuna sína. Í guðanna bænum ekki vera að skipta ykkur af því hvernig ég vinn mína vinnu því ég tel mig hafa aðeins meira vit í þjálfunarfræðum en einhver umboðsmaður."

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar tjáir Arnar sig meðal annars um möguleika leikmanna í U21-hópnum á að verða A-landsliðsmenn.
Athugasemdir
banner