Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   þri 15. október 2019 17:45
Elvar Geir Magnússon
Víkingsvelli
Arnar Viðars: Hef meira vit í þjálfunarfræðum en einhver umboðsmaður
Arnar Þór Viðarsson.
Arnar Þór Viðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland vann frábæran 1-0 sigur gegn Írlandi í undankeppni EM U21 landsliða á Víkingsvelli í dag.

„Við vorum mættir til leiks í dag. Strákarnir svöruðu frábærlega og að mestu leyti var þetta nánast fullkominn leikur," segir Arnar Þór Viðarsson, þjálfari U21 landsliðsins.

Írarnir voru pirraðir í leikslok.

„Þjálfaranum leiðist ekki þegar hann sér andstæðinginn vera gjörsamlega brjálaðan. Þeir voru orðnir pirraðir. Þeir héldu að þeir væru komnir til Íslands til að rúlla yfir okkur."

Lestu um leikinn: Ísland U21 1 -  0 Írland U21

Eftir tapleikinn gegn Svíum á laugardag gagnrýndi umboðsmaðurinn Guðlaugur Tómasson opinberlega hvernig uppstilling Arnars var í leiknum. Arnar var spurður út í þá gagnrýni.

„Hefur hann mikla þjálfareynslu þessi umboðsmaður? Ég ætla ekki að skipta mér af því hvernig umboðsmenn sjá um sína leikmenn og ætla ekki að segja þeim hvernig þeir eiga að vinna vinnuna sína. Í guðanna bænum ekki vera að skipta ykkur af því hvernig ég vinn mína vinnu því ég tel mig hafa aðeins meira vit í þjálfunarfræðum en einhver umboðsmaður."

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar tjáir Arnar sig meðal annars um möguleika leikmanna í U21-hópnum á að verða A-landsliðsmenn.
Athugasemdir