Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
banner
   þri 15. október 2019 17:45
Elvar Geir Magnússon
Víkingsvelli
Arnar Viðars: Hef meira vit í þjálfunarfræðum en einhver umboðsmaður
Arnar Þór Viðarsson.
Arnar Þór Viðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland vann frábæran 1-0 sigur gegn Írlandi í undankeppni EM U21 landsliða á Víkingsvelli í dag.

„Við vorum mættir til leiks í dag. Strákarnir svöruðu frábærlega og að mestu leyti var þetta nánast fullkominn leikur," segir Arnar Þór Viðarsson, þjálfari U21 landsliðsins.

Írarnir voru pirraðir í leikslok.

„Þjálfaranum leiðist ekki þegar hann sér andstæðinginn vera gjörsamlega brjálaðan. Þeir voru orðnir pirraðir. Þeir héldu að þeir væru komnir til Íslands til að rúlla yfir okkur."

Lestu um leikinn: Ísland U21 1 -  0 Írland U21

Eftir tapleikinn gegn Svíum á laugardag gagnrýndi umboðsmaðurinn Guðlaugur Tómasson opinberlega hvernig uppstilling Arnars var í leiknum. Arnar var spurður út í þá gagnrýni.

„Hefur hann mikla þjálfareynslu þessi umboðsmaður? Ég ætla ekki að skipta mér af því hvernig umboðsmenn sjá um sína leikmenn og ætla ekki að segja þeim hvernig þeir eiga að vinna vinnuna sína. Í guðanna bænum ekki vera að skipta ykkur af því hvernig ég vinn mína vinnu því ég tel mig hafa aðeins meira vit í þjálfunarfræðum en einhver umboðsmaður."

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar tjáir Arnar sig meðal annars um möguleika leikmanna í U21-hópnum á að verða A-landsliðsmenn.
Athugasemdir
banner