Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   þri 15. október 2019 09:24
Magnús Már Einarsson
Forsætisráðherra Búlgaríu vill að formaður sambandsins segi af sér
Boyko Borissov, forsætisráðherra Búlgaríu, vill að Borislav Mihaylo, forseti búlgarska knattspyrnusambandsins, segi af sér.

Tvívegis þurfti að stöðva leik Búlgaríu og Englands í undankeppni EM í gær vegna kynþáttafordóma hjá stuðningsmönnum Búlgaríu í garð leikmanna í enska liðinu.

Búlgarska knattspyrnusambandið hefur ekki gripið til aðgerða og nú vill forsætisráðherrann að eitthvað verði gert í málinu.

„Ríkisstjórnin hefur gert mikð fyrir uppbyggingu í fótboltanum í Búlgaríu undanfarin fjögur ár," sagði Krasen Kralev, íþróttamálaráðherra í Búlgaríu.

„Eftir nýliðna atburði og þegar við hugsum um stöðuna í fótboltanum og atburðina í gærkvöldi þá hefur forsætisráðherrann frá og með deginum í dag ákveðið að slíta öllum tengslum við búlgarska knattspyrnusambandið, þar á meðal fjárhagslegum, þar til Borislav Mihaylov segir af sér."
Athugasemdir
banner