Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 15. október 2019 09:24
Magnús Már Einarsson
Forsætisráðherra Búlgaríu vill að formaður sambandsins segi af sér
Tyrone Mings, varnarmaður Englendinga, varð fyrir kynþáttafordómum í leiknum í Búlgaríu í gær.
Tyrone Mings, varnarmaður Englendinga, varð fyrir kynþáttafordómum í leiknum í Búlgaríu í gær.
Mynd: Getty Images
Boyko Borissov, forsætisráðherra Búlgaríu, vill að Borislav Mihaylo, forseti búlgarska knattspyrnusambandsins, segi af sér.

Tvívegis þurfti að stöðva leik Búlgaríu og Englands í undankeppni EM í gær vegna kynþáttafordóma hjá stuðningsmönnum Búlgaríu í garð leikmanna í enska liðinu.

Búlgarska knattspyrnusambandið hefur ekki gripið til aðgerða og nú vill forsætisráðherrann að eitthvað verði gert í málinu.

„Ríkisstjórnin hefur gert mikð fyrir uppbyggingu í fótboltanum í Búlgaríu undanfarin fjögur ár," sagði Krasen Kralev, íþróttamálaráðherra í Búlgaríu.

„Eftir nýliðna atburði og þegar við hugsum um stöðuna í fótboltanum og atburðina í gærkvöldi þá hefur forsætisráðherrann frá og með deginum í dag ákveðið að slíta öllum tengslum við búlgarska knattspyrnusambandið, þar á meðal fjárhagslegum, þar til Borislav Mihaylov segir af sér."
Athugasemdir
banner
banner
banner