þri 15. október 2019 14:30
Magnús Már Einarsson
Fylkismenn vilja halda Castillion
Geoffrey Castillion.
Geoffrey Castillion.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkismenn vilja halda hollenska framherjanum Geoffrey Castillion innan sinna raða.

Castillion var í láni hjá Fylki frá FH í sumar en samningur hans við Fimleikafélagið rennur út um áramót.

Castillion skoraði tíu mörk í nítján leikjum með Fylki í Pepsi Max-deildinni í sumar en hann segist sjálfur ætla að skoða sín mál á nýju ári.

Atli Sveinn Þórarinsson og Ólafur Stígsson voru í dag ráðnir þjálfarar Fylkis fyrir næsta tímabil og sá fyrrnefndi segir Árbæinga vilja halda Castillion.

„Já, ég myndi klárlega vilja halda honum. Þú verður að spyrja mennina bakvið tjöldin hvernig staðan er nákvæmlega á honum en ég vil klárlega halda honum," sagði Atli Sveinn.

Hér að neðan má sjá viðtalið við Atla í heild.

Sjá einnig:
Castillion skoðar sín mál í janúar
Atli Sveinn: Ég var fljótur að stökkva á vagninn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner