Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   sun 15. desember 2019 16:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Maguire: Markið þeirra átti aldrei að standa
„Við áttum skilið meira út úr þessum leik. Við stýrðum leiknum og fáum á okkur mark sem var klárlega brot. Við vorum vonsviknir að fá okkur svna mark en við komum til baka í seinni hálfleik," sagði Harry Maguire, varnarmaður Manchester United, eftir 1-1 jafntefli gegn Everton á heimavelli.

„Þetta var alltaf brot. Það munu einhverjir segja að David de Gea verði að vera sterkari en þetta er alltaf brot. Hann hoppar inn í David og það truflar markmanninn," sagði Maguire um markið.

Maguire var einnig spurður út Mason Greenwood sem kom inn á sem varamaður og skoraði jöfnunarmark leiksins.

„Hann er markaskorari. Hann mun skora mörg mörk fyrir þetta félag. Hann er frábær leikmaður."

„Ég held að þið getið séð framfarirnar á liðinu í heild. Við litum betur út og erum að skora mörk þessa dagana,"
sagði Maguire um liðið í heild sinni að lokum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 4 0 0 9 4 +5 12
2 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
3 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Man City 4 2 0 2 8 4 +4 6
9 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
10 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
11 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Man Utd 4 1 1 2 4 7 -3 4
15 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
17 Burnley 4 1 0 3 4 7 -3 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir
banner