fim 16. janúar 2020 21:20
Ívan Guðjón Baldursson
Fyrrum leikmaður Liverpool og City tekinn við Macclesfield
Kennedy í kapphlaupi við Lauren um síðustu aldamót.
Kennedy í kapphlaupi við Lauren um síðustu aldamót.
Mynd: Getty Images
Enska D-deildarfélagið Macclesfield er í tómu tjóni eftir að annað þjálfarateymi tímabilsins sagði upp störfum vegna slæmrar fjárhagsstöðu félagsins.

Sol Campbell og Hermann Hreiðarsson, sem stýra nú Southend í C-deildinni, sögðu upp störfum á upphafi tímabils. Fyrr í janúar sögðu Daryl McMahon og aðstoðarmaður hans einnig upp.

Í morgun staðfesti Macclesfield ráðningu nýs stjóra. Mark Kennedy er tekinn við félaginu en hann ættu glöggir fótboltaáhugamenn að þekkja enda var hann atvinnumaður í ensku úrvalsdeildinni uppúr síðustu aldamótum.

Kennedy lék ýmist sem vinstri bakvörður eða vinstri kantmaður og skoraði 4 mörk í 34 landsleikjum fyrir Írland. Í enska boltanum lék hann meðal annars fyrir Liverpool, Manchester City, Wolves og Crystal Palace.

Hann var síðast við stjórnvölinn hjá U23 liði Wolves en þetta er hans fyrsta starf sem aðalþjálfari meistaraflokks. Kennedy er 43 ára gamall.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner