Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 16. janúar 2021 14:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: West Brom með útisigur á Úlfunum - Fljótt að breytast
Flottur sigur hjá West Brom.
Flottur sigur hjá West Brom.
Mynd: Getty Images
Wolves 2 - 3 West Brom
0-1 Matheus Pereira ('8 , víti)
1-1 Fabio Silva ('38 )
2-1 Willy Boly ('43 )
2-2 Semi Ajayi ('52 )
2-3 Matheus Pereira ('56 , víti)

Wolves og West Brom eru nágrannalið sem voru að mætast í fyrsta sinn í níu ár í dag. Leikurinn var mikil skemmtun sem endaði með óvæntum sigri West Brom.

Gestirnir komust yfir strax á áttundu mínútu þegar Matheus Pereira skoraði af vítapunktinum. Það var umdeilt hvort brotið hefði verið innan teigs en dómararnir mátu það sem svo.

Úlfarnir vildu sjálfir fá vítaspyrnu stuttu síðar þegar boltinn fór af hendi Kieran Gibbs innan teigs, en ekkert var dæmt þá.

Wolves svaraði því nokkuð vel að fá þetta mark á sig og þeim tókst að jafna metin á 38. mínútu. Það var Portúgalinn Fabio Silva sem skoraði markið. Stuttu síðar skoraði varnarmaðurinn Willy Boly eftir hornspyrnu.

Staðan var 2-1 fyrir Úlfunum í hálfleik en hlutirnir eru fljótir að breytast í fótbolta, og þeir breyttust fljótt í seinni hálfleiknum. Varnarmaðurinn Semi Ajayi jafnaði eftir langt innkast á 52. mínútu og fjórum mínútum síðar skoraði Pereira öðru sinni af vítapunktinum eftir að brotið var á Callum Robinson.

Þetta gerðist mjög fljótt og Wolves, sem var sterkari aðilinn í leiknum, náði ekki að svara. Lokatölur 2-3 fyrir lærisveinum Sam Allardyce í West Brom sem eru núna með 11 stig, þremur stigum frá öruggu sæti. Úlfarnir eru ekki að eiga gott tímabil, þeir sitja í 14. sæti með 22 stig.

Klukkan 15:00 hefjast tveir í ensku úrvalsdeildinni og er hægt að skoða byrjunarliðin fyrir þá leiki hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner