Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 16. janúar 2021 22:13
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Sampdoria sneri leiknum við - Torino gengur hrikalega
Claudio Ranieri er þjálfari Sampdoria.
Claudio Ranieri er þjálfari Sampdoria.
Mynd: Getty Images
Tveimur síðustu leikjum dagsins er lokið í ítalska boltanum. Þar gerði Torino markalaust jafntefli við tíu leikmenn Spezia áður en Sampdoria hafði betur gegn Udinese.

Í Genúa fór fram skemmtilegur leikur þar sem liðin skiptust á að sækja. Fyrri hálfleikurinn var markalaus og tóku gestirnir forystuna snemma í síðari hálfleik með marki frá hinum eftirsótta Rodrigo De Paul.

Tólf mínútum síðar jafnaði Antonio Candreva muninn með marki úr vítaspyrnu áður en Ernesto Torregrossa, sem hafði komið inn af bekknum, gerði sigurmarkið. Torregrossa gekk í raðir Samp á dögunum á lánssamningi frá B-deildarliði Brescia.

Þetta er flottur sigur fyrir Sampdoria sem er um miðja deild, með 23 stig eftir 18 umferðir. Udinese er með 16 stig eftir 17 umferðir.

Sampdoria 2 - 1 Udinese
0-1 Rodrigo De Paul ('55 )
1-1 Antonio Candreva ('67 , víti)
2-1 Ernesto Torregrossa ('81 )

Í Túrín fékk Luca Vignali rautt spjald strax á áttundu mínútu og voru gestirnir frá Spezia því manni færri nánast allan leikinn.

Þrátt fyrir það áttu heimamenn í gífurlega miklum erfiðleikum og áttu ekki marktilraun í fyrri hálfleik. Nýliðarnir í Spezia fengu hins vegar nokkur færi en nýttu ekki.

Torino vaknaði aðeins til lífsins eftir leikhlé en tókst ekki að skora. Tíu leikmenn Spezia gerðu frábærlega að halda út og eru nýliðarnir með 18 stig eftir 18 umferðir. Torino er aðeins með 13 stig.

Torino 0 - 0 Spezia
Rautt spjald: Luca Vignali, Spezia ('8)

Það getur tekið tíma fyrir stöðutöfluna að uppfærast.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 33 27 5 1 79 18 +61 86
2 Milan 33 21 6 6 64 39 +25 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 33 17 11 5 48 26 +22 62
5 Roma 32 16 7 9 57 38 +19 55
6 Atalanta 32 16 6 10 59 37 +22 54
7 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
8 Napoli 33 13 10 10 50 41 +9 49
9 Fiorentina 32 13 8 11 45 36 +9 47
10 Torino 33 11 13 9 31 29 +2 46
11 Monza 33 11 10 12 35 43 -8 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Lecce 33 8 11 14 30 48 -18 35
14 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
15 Verona 33 7 10 16 31 44 -13 31
16 Empoli 33 8 7 18 26 48 -22 31
17 Udinese 32 4 16 12 30 48 -18 28
18 Frosinone 33 6 10 17 40 63 -23 28
19 Sassuolo 33 6 8 19 39 65 -26 26
20 Salernitana 33 2 9 22 26 70 -44 15
Athugasemdir
banner
banner