Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   þri 16. janúar 2024 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jakob Franz: Valur sýndi meiri áhuga en KR
Skrifaði undir fjögurra ára samning við Val.
Skrifaði undir fjögurra ára samning við Val.
Mynd: Valur
Ég er mjög sáttur við tímabilið 2023 í KR
Ég er mjög sáttur við tímabilið 2023 í KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jakob á að baki sjö leiki fyrir U21 landsliðið.
Jakob á að baki sjö leiki fyrir U21 landsliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það kom upp að við Venezia vildum fara í sitthvora áttina, selja mig frá félaginu. Valur var með mesta áhugann og sýndi mest af öðrum klúbbum að þeir vildu fá mig. Mér fannst þetta besti kosturinn fyrir mig að fara til á þessum tíma," sagði Jakob Franz Pálsson.

Dvöl hans hjá ítalska félaginu er því lokið eftir þremur árum eftir að hann fór fyrst þangað frá Þór á láni.

„Það var möguleiki að fara á láni í 3. deildina meðfram því að æfa með þeim. Það endaði á því að taka of langan tíma og ég vildi prófa eitthvað nýtt."

„Mér líður mjög vel að vera kominn í Val. Ég er búinn að æfa smá með þeim núna, bíð eftir leikheimild til að geta fengið að spila. Ég er mjög spenntur."

„Ég vil reyna komast sem lengst, spila góðan fótbolta og fá sem mest út úr þessu tímabili."


Valur vildi mest fá Jakob, en var hann nálægt því að fara aftur í KR þar sem hann spilaði á síðasta tímabili?

„Við vorum búnir að tala við KR á fullu, ég naut mín mjög mikið með KR, mjög góðir strákar og frábær aðstaða þar. Ég var auðvitað að tala við þá líka, en það var meiri áhugi frá Val og ég endaði þar.

„Ég er mjög sáttur við tímabilið 2023 í KR. Það var aðeins í lokin sem ég var ekki alveg nógu sáttur með, en heilt yfir mjög sáttur."


Í hvaða hlutverk er Jakob fenginn hjá Val?

„Þeir eru að skoða mig sem hafsent eða bakvörð og get líka leyst aðrar stöður sem vantar í. Í dag er hægri bakvörðurinn mín uppáhaldsstaða. Ég hef alltaf verið mikill bakvörður, en mér fannst líka gaman á síðasta tímabili sem hafsent, er búinn að bæta þeirri stöðu við hjá mér."

„Ég var bara í hafsent í fyrra, var að fíla það mjög vel. Það var fínt að prófa eitthvað nýtt og stóð mig ágætlega fannst mér. Mér finnst skemmtilegra að sækja, en mér fannst samt mjög gaman í hafsentnum. Ég hef verið í hægri bakverði í yngri landsliðunum. Ég prófaði hafsentinn í fyrsta skiptið með U21 hjá Davíð og er kominn með báðar stöður núna."


Hvernig er að vera ekki lengur leikmaður Venezia?

„Það er skrítið en fínt að prófa eitthvað nýtt og sjá hvað gerist. Það er skrítið að þurfa ekki lengur að læra ítölskuna," sagði Jakob og brosti.

„Þessi tími var mjög góður, ég er mjög sáttur og kynntist mjög mikið af skemmtilegu fólki sem munu verða vinir mínir næstu árin. Já, algjörlega, ég myndi mæla með því fyrir unga leikmenn að fara til Ítalíu. Þetta var mjög gaman og skemmtileg reynsla," sagði Jakob sem á mest eftir að sakna matarins á Ítalíu.

Það er atvinnumannastemning hjá Val.

„Við mætum snemma, morgunæfingar og almennilega tekið á því. Hópurinn er flottur og við erum að gera okkur tilbúna fyrir tímabilið."

„Já, ég frétti af því að Birkir Már yrði áfram sem er geggjað, flott samkeppni og líka mjög mikil reynsla í honum sem ég get lært af."


Jakob er þriðji Þórsarinn í leikmannahópi Vals. Fyrir voru Birkir Heimisson og Bjarni Guðjón Brynjólfsson.

„Það er geggjað, búinn að tala helling við Bjarna síðustu daga og frábært að hafa þá."
Athugasemdir
banner